Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2019

26 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Félagsmenn á námskeiðum Ánægja með kynningarfundi Ýmis fræðsla og námskeið hafa verið í boði fyrir félagsmenn Eflingar nú í haust. Starfslokanámskeið fyrir eldri félagsmenn njóta alltaf vinsælda og hefur fjöldi félags­ manna sótt námskeiðin í gegnum tíðina og fengið hagnýtar upplýsingar yfir það sem huga þarf að eftir starfslok. Að auki er ávallt boðið upp á styttri námskeið eða fyrirlestra og hefur áherslan síðustu ár verið á sjálfsrækt og að byggja sig upp. Kynningarfundir um málefni vinnumarkaðar- ins voru haldnir á ensku og pólsku í október. Fundirnir eru liður í því að veita erlendum félagsmönnum upplýsingar um réttindi þess á vinnumarkaði og hjá stéttarfélaginu. Var áhuginn sérstaklega mikill hjá pólskumæl- andi félagsmönnum sem fjölmenntu á fund- inn og var fullt út úr dyrum. Af góðri aðsókn að dæma er ljóst að mikil þörf er á slíkum fundum og mun félagið standa fyrir fleiri slík- um í framtíðinni sem og auðvitað almennum námskeiðum fyrir félagsmenn. Mundu eftir desemberuppbótinni! Desemberuppbót er föst fjárhæð og orlof reiknast ekki ofan á desemberuppbótina. Samtök atvinnulífsins – Almenni markaðurinn (einkafyrir­ tæki) 89.000 kr. Þeir sem eru í starfi fyrstu viku í desember eða hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eiga rétt á uppbót eigi síðar en 15. desember. Fullt ársstarf m.v. 45 vikur eða 1800 klst. á tímabilinu 1. janúar – 31. desember. Reykjavíkurborg og ríkið/hjúkrunarheimili – Miða skal við upphæð síðasta árs 97.000 kr. hjá Reykjavíkurborg og 89.000 kr. hjá ríki/hjúkrunarheimilum þar sem upphæð þessa árs hefur ekki verið ákveðin vegna þess að samninga­ viðræður standa enn yfir. Þeir sem eru við störf fyrstu viku nóvember eða hafa starfað í 13 vikur samfellt á árinu skulu fá greidda desemberuppbót 1. desember ár hvert. Full uppbót miðast við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október. Sveitarfélög – Miða skal við upphæð síðasta árs 113.000 kr. þar sem upphæð þessa árs hefur ekki verið ákveðin vegna þess að samningaviðræður standa enn yfir. Þeir sem starfað hafa frá 1. september skulu fá greidda desem- beruppbót 1. desember ár hvert. Full uppbót miðast við fullt starf tímabilið 1. janúar til 30. nóvember. Þeir sem láta af störfum á árinu eiga rétt á desemberupp- bót hafi þeir starfað samfellt í 6 mánuði. Greitt er miðað við starfstíma og starfshlutfall og miðast þá tímabilið við 1. janúar – 31. desember Desemberuppbót er greidd m.v. starfshlutfall og starfstíma. Desemberuppbót á að gera upp við starfslok.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==