Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2019

32 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Dagsferð Eflingar um Árnessýslu Góður andi í dagsferð Efl ingar Dagsferðir Eflingar eru fastur liður á sumr­ in og kunna félagsmenn vel að meta þessar ferðir. Sumir láta sig aldrei vanta en einnig bætast alltaf einhverjir nýir við og alltaf er andinn góður í ferðunum sama hvernig viðr­ ar. Sú hefð að bjóða upp á dagsferðir í lok sumars er orðin mjög rótgróin hjá félaginu og á rætur að rekja til þeirra eldri verka­ lýðsfélaga sem stóðu að stofnun Eflingar. Síðastliðið sumar var boðið upp á tvær ferðir eins og venja er og var þátttakan góð, samanlagt um 130 manns í báðum ferðum. Í fyrri ferðinni sem farin var 24. ágúst var veðrið með besta móti en í þeirri seinni þann 31. ágúst rigndi hressilega á köflum. Leiðsögnin var sem fyrr í traustum og góðum höndum fararstjóranna Önnu Soffíu Óskarsdóttur og Ingibjargar Ásgeirs­ dóttur og bílstjórar voru þeir Guðmundur Baldursson og Kjartan Björnsson. Í ár var ferðinni heitið í uppsveitir Árnes- sýslu, um Hrunamannahrepp og Hvítá fylgt upp að Gullfossi, þaðan í Biskupstungur og endað á heimsókn í Friðheima. Hópur- inn skoðaði helstu náttúruperlur á þessari leið. Fyrsti viðkomustaður var gamla laugin á Flúðum sem er einstaklega falleg náttúru- laug, umkringd af hverum og var aðstað- an við hana gerð upp fyrir nokkrum árum. Næsti viðkomustaður voru fjárréttirnar í Hrunamannahreppi sem nýlega voru endur- byggðar og eru einstakt listaverk, byggðar úr stuðlabergi og málmi. Stuðlabergið er uppi- staðan og er fengið úr námu í nágrenninu. Fyrir miðju er stöpull með skuggavarpi sem kallast á við merkta steina utar í hringnum og virkar bæði sem sólúr og áttaviti. Þaðan var ekið að Tungufellskirkju og kirkjan skoðuð. Hún er ein minnsta kirkja landsins, þekkt fyrir fallega og merka muni sem sumir hverjir eru varðveittir á Þjóðminjasafninu í dag en aðrir eru enn í kirkjunni eins og t.d. altaristaflan og predikunarstóllinn. Því næst var haldið að Brúarhlöðum þar sem gafst góður tími til að snæða nesti og skoða hið stórbrotna gljúfur í Hvítá. Frá Brúarhlöðum var ekið áfram að Gullfossi og því næst að Geysi og svo haldið áfram um Biksupstungur. Komið var við hjá fossinum Faxa sem eins og nafnið gefur til kynna líkist fögru faxi á hesti. Ferðinni lauk með heimsókn í Friðheima þar sem ferðalangarnir fengu afar góðar móttök- ur og gæddu sér á gómsætum veitingum eftir vel heppnaðan dag.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==