Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2018

19 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Kvenfrelsisbaráttan Lifi kvenfrelsið, lifi samstaðan, lifi baráttan! Við ætlum að vera herskáar og skipulagðar; við höfum verið efnahagslega jaðarsettar og við höfum verið pólitískt jaðarsettar en nú ætlum að taka okkur pólitískt pláss og efna- hagsleg völd!, sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í ávarpi á samstöðufundi kvenna á kvennafrídaginn, 24. október sl. Yfir- skrift fundarins í ár var: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu. Sólveig sagði það hneyksli að vinnuframlag kvenna skuli enn í dag vera verðlagt lægra en vinnuframlag karla. Hún sagði konur standa í sögulegri þakkarskuld við þær konur á síðustu öld, sem hefðu sagt stöðu kvenna stríð á hend- ur, innblásnar af róttækum og sögulegum straumum. En við höfum fréttir að færa, sagði Sólveig; við erum ekki útsöluvara, við erum stoltar af stórkostlegu mikilvægi okkar og við einfald- lega, einfaldlega setjum fram í fullri og mikilli og grafalvarlegri alvöru þá kröfu að við fáum það sem við eigum allan heimsins rétt á; mannsæmandi laun fyrir unna vinnu! Sólveig sagði lausnina ekki þá að fá karla í kvennastörfin. Það eigi ekki að breyta konum, heldur breyta samfélaginu. Við þurfum ekki karlsmannshendur til að vinna störfin okkar, til að kenna samfélaginu að meta okkur að verð- leikum, við reisum konuhnefana okkar á loft og segjum: Þekkirðu þessa, þetta er systir hennar!, sagði Sólveig Anna. Í lok ávarpsins sagði hún: Tíminn er runninn upp til að verka- og láglaunakonur á Íslandi fái allt það pláss sem við eigum skilið! Tíminn er runninn upp til að berjast af fullum krafti gegn arðráninu á kven- -vinnuaflinu! Tíminn er runninn upp fyrir okkar þarfir, okkar langanir, okkar kröfur! Við ætlum að lifa frjálsar undan kúgun; kynferðislegri, kynbundinni og efnahagslegri! Við höfum engu að tapa og allt það frelsi sem okkur hefur ávallt dreymt um að vinna! Lifi kvenfrelsið, lifi samstaðan, lifi baráttan! Mikið fjölmenni var á fundinum á Arnarhóli, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. - úr ávarpi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar á samstöðufundi kvenna Kvennafrídagurinn 24. október

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==