Júlí 2019 4. tölublað 24. árgangur

14 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Viðtalið Árlegur vorfundur trúnaðarmanna Eflingar var haldinn þann 29. maí í Iðnó í Reykja- vík. Að þessu sinni var Guðrún Pétursdótt- ir hjá ICI (InterCultural Iceland) kölluð til með námskeið um hversdagsfordóma á vinnustöðum. Vorfundurinn var vel sóttur og líflegar umræður sköpuðust um þetta aðkallandi málefni. Fréttablað Eflingar sett- ist niður með Guðrúnu til að fræðast um hversdagsfordóma á íslenskum vinnumark- aði, birtingarmyndir þeirra og leiðir til að koma í veg fyrir þá. Hversdagsrasismi er alltaf rasismi Spurð að því hver munurinn sé á hversdags­ rasisma eða hversdagsfordómum og rasisma og fordómum segir Guðrún að ekkert stutt eða einfalt svar sé við því. „Kannski er hægt að segja að hversdagsrasismi sé alltaf rasismi. Rasismi er hinsvegar ekki alltaf hversdagsras­ ismi. Það sem einkennir hversdagsrasisma, sem einnig er talað um sem hversdagsfor­ dóma eða hversdagsmismunun, er að hann birtist í upplifunum og atvikum sem eru hluti af daglegu lífi fólks. Hverdagsrasismi er öll þessi „litlu atvik“ útskýrir Guðrún. Ef fólk sem tilheyrir meirihlutahópi í samfélaginu verður fyrir slíkri framkomu afgreiðir það hana gjarn­ an sem dónaskap“. Guðrún nefnir sem dæmi afgreiðslumann í búð sem fylgist tortrygginn með hverju skrefi viðskiptavinar síns, eltir hann um búðina og gefur skýrt í skyn með framkomu sinni að hann treystir honum ekki. Ef þetta er eitthvað sem einstaklingur sem tilheyrir meirihlutahópi samfélagsins verður fyrir er afar líklegt að hann afgreiði þetta sem einstakt tilvik, hristi hausinn og ákveði að versla ekki aftur við þessa verslun. En ef þetta er eitt­ hvað sem gerist ítrekað í öllum búðum er um að ræða hversdagsrasisma. Þá er þetta ekkert lítið atvik lengur sem er fljótt afgreitt, heldur ákveðin tegund andlegs ofbeldis, sem fer að hafa djúp áhrif, bæði á andlega og líkamlega líðan fólks. Birtingarmyndir hversdagsfordóma Árið 2012 vann Guðrún viðamikla rannsókn á birtingarmyndum dulinna fordóma og hvers­ dagsmismununar í garð innflytjenda á Íslandi. Niðurstöðurnar eru sláandi, en þær sýna að yfirgnæfandi meirihluti fólks af erlendum uppruna, eða 93%, upplifir birtingarmyndir hversdagsfordóma reglulega í sínu daglega lífi. Guðrún segir að Íslendingar séu gjarnir á að rugla saman einelti á vinnustað og hvers­ dagsfordómum. Birtingarmyndirnar eru svip­ aðar en hversdagsfordómar eru á miklu stærri skala vegna þess að þeir eru ekki viðurkennd­ ir sem mismunun eða rasismi af samfélaginu og því hluti af því. Hversdagsrasmismi er kerfisbundið, flókið og margþætt ferli sem er viðhaldið með aðgerðum og aðgerða­ leysi meirihlutahópsins, segir Guðrún. Hann einskorðast heldur ekki við vinnustaðinn. Fólk af erlendum uppruna verður fyrir slíku viðmóti alls staðar. Þannig er hversdagsrasismi annars eðlis en einelti á vinnustað sem er staðbundið vandamál sem hægt er að takast á við. Einelti er viðurkennt vandamál og eðlilegt að kvarta yfir því til yfirmanns og ef allt fer á versta veg má skipta um vinnu og þannig hreinlega flýja aðstæður. Hversdagsrasismi hinsvegar er samfélagslega viðurkennd hegðun. Hann er hluti af samfélaginu og hægara sagt en gert að komast undan honum. Það getur verið vandkvæðum bundið að tilkynna hversdagsmismunun til yfirmanns því hún er dulin, kerfislæg og ómeðvituð hjá þeim sem henni beita. Ábyrgðin er sett á þann sem fyrir mismununinni verður, sem oft fer að trúa því að vandamálið liggi í raun hjá sér. Fólk sem ekki verður fyrir hversdagsmismunun er gjarnt á að afgreiða kvartanir um slíkt sem einhvers konar misskilning; að sá sem kvarti sé bara að taka hlutum óþarflega persónu­ lega. Upplifun þeirra sem fyrir fordómunum verða er þannig oft dregin í efa. Guðrún varar við þessu og bendir á að ef hversdagsmis­ munun sé eitthvað sem einstaklingur upplifi dagsdaglega þá hafi sá hinn sami skapað með sér ákveðna næmni. Það fólk sé ekkert að misskilja. Það eru hinir sem aldrei upplifa hversdagsmismunun og halda að þeir viti um hvað hún snýst sem eru að misskilja enda hafa þeir ekki forsendur til að skilja þessar aðstæður. Af þeim sökum er svo mikilvægt að hlusta og leyfa fólki að njóta vafans. Það kvartar enginn yfir hlutum eins og hversdags­ mismunun að gamni sínu. Á námskeiðum Guðrúnar um hversdagsras­ isma á vinnustöðum leggur hún gátlista fyrir þátttakendur. Þessi listi er fróðlegur ekki síst fyrir þær sakir að þarna eru listaðar margar af birtingarmyndum hversdagsrasisma. Frétta­ blað Eflingar hvetur lesendur til að fara yfir gátlistann og velta fyrir sér hvort samstarfs­ fólk af erlendum uppruna upplifi mögulega eitthvað af þessum þáttum á sínum vinnustað. Hversdagsfordómar á íslenskum vinnumarkaði - viðtal við Guðrúnu Pétursdóttur

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==