Júlí 2019 4. tölublað 24. árgangur

16 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Trúnaðarmenn Óþreyja meðal trúnaðarmanna Eflingar - Beðið eftir að ríkisstjórnin standi við gerða samninga Eftir harða baráttu Eflingar og samflotsfélaga fyrir bættum kjörum láglaunafólks var nýr kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins undirrit- aður þann 3. apríl síðastliðinn. Samningurinn var gerður með fyrirvara um aðkomu ríkisvaldsins en þær aðgerðir eiga að skila sér sem ígildi launahækkana til félaga Eflingar. Fyrsti hluti umsaminna launahækk- ana hefur nú tekið gildi en ekkert bólar enn á efndum ríkisstjórnarinnar. Fréttablað Eflingar gerði sér ferð á vinnustaði, hitti trúnaðarmenn og forvitnaðist hvað félögum í Eflingu fyndist um nýgerða kjarasamninga. Dammar Jang Gurung Mjólkursamsalan ehf. – Kælir Dammar kemur frá Nepal upprunalega en hefur búið á Íslandi í tuttugu ár. Þar af hefur hann unnið í nítján ár hjá Mjólkursamsölunni. Dammar vinnur í kæli þar sem hann sér um vörumóttöku og hefur verið trúnaðar­ maður í á annað ár. Aðspurður hvað honum finnist um nýgerða kjarasamninga segist Dammar vera bara ágætlega sáttur. Hann segir skiptar skoðanir hjá samstarfsfélögum hans um samninginn en að hann telji meirihlutann þó ánægðan. Þeir sem eru óánægðir hefðu viljað sjá hærri krónutölu- hækkun. Óskar Jafet Hlöðversson Mjólkursamsalan ehf. – Bílstjóri Óskar hefur unnið í Mjólkursamsölunni í fjörutíu ár og verið trúnaðar- maður í um tvö ár. Hann er í sendingum fyrir Mjólkursamsöluna en sér líka um kælana sem eru í búðunum. Að mati Óskars eru kjarasamningarnir bara góðir og skila þeim hækk- unum sem farið var fram á. Hans tilfinning er að fólk í hans röðum sé almennt ánægt með samningana þó svo að óánægjuraddir heyrist líka. Hann bendir á að það eigi eftir að koma betur í ljós hvað verði um loforð ríkisstjórnarinnar. Hann leyfi sér þó að vona að staðið verði við stóru orðin. Radislava Miskovic Hótel Skuggi – Hótelþerna Radislava er upprunalega frá Króatíu en hefur unnið á Hótel Skugga í fjögur ár. Hún hefur verið trúnaðarmaður í þrjá mánuði. Radislava segir að kjarasamningarnir komi ágætlega út fyrir hana og samstarfsfólk hennar. Hún hafi ekki heyrt fólk kvarta undan kjarasamn- ingnum eða einstaka ákvæðum hans enda sé hennar fólk jákvætt fólk að eðlisfari. Hvað segja trúnaðarmenn Eflingar um nýju kjarasamningana?

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==