Júlí 2019 4. tölublað 24. árgangur

34 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Umhverfismál – slagorð ITUC, Alþjóðasambands verkafólks Réttlát stýring vinnuafls vegna alþjóðamarkmiða í loftslagsmálum Þær Valgerður Árnadóttir, sviðsstjóri félags- sviðs og Sara S. Öldudóttir, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og kjaramálum hjá Eflingu fóru í maí á námskeið á vegum ILO, Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar. Námskeiðið miðað- ist að því að stuðla að réttlátri stýringu vinnuafls til nýrra eða breyttra starfa vegna alþjóðamarkmiða í loftslagsmálum. Aðgerðir í loftslagsmálum hafa áhrif á gríðar- mörg störf meðal annars í ferðamannaiðnaði, framleiðslu, samgöngum, byggingariðnaði og landbúnaði. Sem aðili að Parísarsamkomulaginu þá deila Íslendingar því markmiði með Evrópusam- bandinu að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda um minnst 40% fyrir 2030 miðað við losunina árið 1990. Í nýrri lagasetningu ESB vegna þessara skuldbindinga má nefna endurskoðun á viðskiptakerfi ESB fyrir losunarheimildir eftir árið 2020, markmið um að draga úr losun í atvinnugreinum sem falla ekki undir viðskiptakerfið og ákvæði um land- notkun í loftslagslöggjöf. Þessi grundvallarlög voru innleidd nýlega og frekari tillögur um hreina orku og samgöngur eru í farvatninu. Óhjákvæmilega munu aðgerðir í loftslags- málum hafa áhrif á fjölmörg störf hérlendis rétt eins og annars staðar og mikilvægt er að stéttarfélög standi vörð um réttindi sinna félagsmanna og tryggi þeim sanngjörn skipti. Á námskeiðinu, sem fólk allstaðar að úr heiminum sótti, var lögð áhersla á mikilvægi þess að koma á samfélagsumræðu um þessi málefni og benda á tækifæri sem skapast og störf sem munu hverfa bæði með fjórðu iðnbyltingunni og vegna aukinnar áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd. Einnig var lögð áhersla á hversu mikilvægt það er að stjórnvöld, stéttarfélög og atvinnurek- endur móti sameiginlega stefnu og aðgerða- áætlun í þessum málaflokki. Ríkisstjórn myndar samstarfsvett- vang án aðkomu stéttarfélaga „Það kom okkur Eflingarkonum verulega á óvart þegar heim var komið að sjá frétt þess efnis að stjórnvöld og atvinnumarkað- urinn höfðu tekið höndum saman á nýjum samstarfsvettvangi til að samræma áætlanir um að Ísland nái markmiðum um kolefnajöfn- un án þess að hafa stéttarfélög með í ráðum. Það skýtur skökku miðað við hvernig þessu er háttað í ríkjum sem við miðum okkur við þar sem mikil áhersla er lögð á þríhliða samstarf stjórnvalda, stéttarfélaga og atvinnurek- enda, enda galið að fara í svo yfirgripsmiklar aðgerðir án aðkomu fólksins sem það mun hafa hvað mest áhrif á, fólkið sem vinnur störfin,“ segir Valgerður. Þær Sara og Valgerður funduðu um þessi málefni eftir að heim var komið með Drífu Snædal, forseta ASÍ og Maríönnu Trausta- dóttur, sérfræðingi í jafnréttis- og umhverfis- málum hjá ASÍ. Þær fundu þar góðan samhljóm enda er ASÍ með mjög metnað- arfulla stefnu í umhverfismálum og stefnir að því að halda ráðstefnu um þessi málefni í haust. Stytting vinnuvikunnar er umhverfismál „Stytting vinnuvikunnar er gott dæmi um vinnumarkaðsmál sem stuðlar að því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Rann- Það eru engin störf á dauðri plánetu Sem aðili að Parísarsamkomu- laginu þá deila Íslendingar því markmiði með Evrópu- sambandinu að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um minnst 40% fyrir 2030 Valgerður Árnadóttir (önnur t.h.) og Sara S. Öldudóttir (lengst t.h.) ásamt Giulia Melina og Najma Mohamed, leiðbeinendum hjá Alþjóðavinnumálastofnuninni

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==