September 2019 5. tölublað 24. árgangur

10 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Nýir í stjórn Jóna Sveinsdóttir er kjólameistari að mennt og hefur unnið við skúringar í tutt- ugu og þrjú ár. Hún skúraði í þrettán ár hjá Háskóla Íslands og hefur nú verið í tíu ár hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keld- um. Auk skúringanna starfar Jóna sem sjálfstætt starfandi klæðskeri. Í dag saum- ar hún minna en áður fyrr því eftirspurnin hefur minnkað. Skúringarnar tryggja fram- færsluna. Saumaskapurinn er bónus. Jóna hefur verið viðloðandi starf Eflingar í langan tíma. Hún hefur setið í trúnað- arráði og fyrir síðustu kjarasamninga sat hún í samninganefnd. Þegar blaðamað- ur Eflingar hitti Jónu í vetur sagðist hún ætla að hætta öllum afskiptum af verka- lýðsmálum eftir setu í samninganefndinni. Sú varð sem betur fer ekki raunin og nú nokkrum mánuðum seinna nýtur stjórn Eflingar krafta Jónu. Af hverju skipti hún um skoðun? „Mér finnst þetta mjög erfitt“ viðurkenn- ir Jóna. „Ég er mjög viðkvæm og ég tek mjög inn á mig svona togstreitu og stríð, en óréttlætið er slíkt að það er ekki hægt að láta það viðgangast og ekki hægt að sitja heima og þegja. Maður verður bara að leggja á sig það sem maður þarf til að reyna að þoka málum fram!“ Það sem eðlilega brennur helst á Jónu eru bættir kjarasamningar fyrir ræstingafólk. Hún bendir á að kjarasamningarnir sem samið var um fyrir um tólf árum hafi farið illa úr böndunum og fullyrðir að launakerf- inu hafi hreinlega verið rústað. Í þessum umtöluðu kjarasamningum var reiknað aukið vinnumagn á hverja unna vinnustund ræstingafólks. Ræstingarfólk verði því að vinna meira en áður og á styttri tíma. Álag- ið er allt of mikið og sá sveigjanleiki sem fylgdi starfinu áður er horfinn. Jóna er sjálf í beinu ráðningasambandi við sinn vinnuveitanda og unir vel við sinn hag. Hún vinnur eftir eldri mælingu og það er ákveðinn sveigjanleiki til staðar varð- andi vinnutíma. Beint ráðningarsamband í ræstingageiranum er mjög sjaldgæft nú til dags og heyrir til algjörrar undantekningar þar sem ræstingar eru langoftast útvistað- ar. Þetta á bæði við hjá hinu opinbera og í einkafyrirtækjum. En af hverju fara fyrir- tæki og stofnanir nær alltaf þessa leið nú orðið að útvista ræstingunum? Jóna bend- ir á að þarna sé um ákveðið bókhaldstrikk að ræða. Með því þessu ná fyrirtæki og stofnanir að breyta kostnaðarliðnum við ræstingar í bókhaldinu úr því að vera launa- kostnaður í það að vera rekstrarkostnaður fasteigna. Ef ríkisfyrirtæki, til dæmis, geta sýnt fram á að launakostnaður hafi lækkað þá eru stjórnendur taldir ná árangri í starfi. Með setu sinni í stjórn Eflingar vill Jóna koma því til leiðar að þessir ræstingasamn- ingar leiðréttist. Óréttlætið er slíkt að það er ekki hægt að láta það viðgangast Ekki hægt að sitja heima og þegja! - segir Jóna Sveinsdóttir, ný í stjórn Eflingar

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==