September 2019 5. tölublað 24. árgangur

9 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Viðtalið Bjargi íbúðarfélagi er ætlað að bæta stöðu láglaunafólks á leigu- markaði þar sem búsetuöryggi er í fyrirrúmi skoða hverja íbúð sem slegist var um. Þá var sérstaklega erfitt fyrir fólk af erlendum uppruna að fá þak yfir höfuðið. Magdalenu var því mjög létt þegar hún fékk íbúðina á Skúlagötu, þó svo að óhætt sé að fullyrða að leiguverðið hafi verið okur miðað við stærð íbúðarinnar. Ekki gerði það stöðuna auðveldari að hún þurfti að borga tvo mánuði fyrirfram auk leigunnar fyrsta mánuðinn. „Þetta er alvanalegt á leigu- markaðnum,“ segir Magdalena. „Fólk þarf oft að greiða hátt í milljón krónur þegar lítil íbúð er tekin á leigu, sem leigusali getur síðan sagt upp með mjög stuttum fyrirvara. Það segir sig sjálft að þetta er nær ómögu- legt fyrir láglaunafólk.“ Eftir að hafa náð að borga fyrirframgreiðsl- una og leiguna fyrir fyrsta mánuðinn, fékk Magdalena húsaleigusamning frá leigusal- anum. Hún fór með samninginn beint til sýslumanns til þinglýsingar svo hún gæti sótt um húsaleigubætur. Hjá sýslumanni fékk hún hinsvegar þau svör að einhver annar væri með þinglýstan samning á þessu heimilisfangi sem hún þyrfti að biðja leigusalann að afskrá; þetta hlytu að vera einhver mistök eða trassaskapur af hans hálfu. Þegar hún greindi leigusalanum frá þessu og bað hann að kippa þessu í liðinn kom í ljós að engin mistök höfðu verið gerð. Hann hótaði því að ef hún færi fram á húsaleigubætur myndi hann rifta nýgerð- um samningi og gera nýjan þar sem leigan yrði hækkuð um 30 þúsund krónur. Þessi viðbrögð benda til þess að leigusalinn hafi viljað nýta sér húsaleigubæturnar, sem Magdalena átti rétt á. Þar sem Magdalena var í viðkvæmri stöðu og mátti alls ekki við að missa íbúðina sætti hún sig við svindlið. Hún vissi að þetta var ólöglegt en mat það svo að ekki væri þess virði að hætta á að missa íbúðina. Fyrirframgreiðsla og framkoma leigusala Þetta var ekki í eina skiptið sem leigusalinn reyndi að svindla á Magdalenu. Þegar hún fékk staðfestingu á að hafa fengið úthlutaða íbúð hjá Bjargi sagði Magdalena samningn- um upp á Skúlagötunni. Hún hafði góðan fyrirvara, mun meira en þá tvo mánuði sem samningurinn kvað á um. Það varð strax ljóst að leigusalinn ætlaði sér ekki að borga Magdalenu fyrirframgreiðsl- una til baka. Hann vildi seint viðurkenna að honum hafi borist uppsögnin frá henni enda svaraði hann hvorki símtölum né skilaboð- um. Þegar hún fékk engin viðbrögð sendi Magdalena að endingu uppsögn í ábyrgðar- pósti og þegar tveir mánuðir voru eftir af samningstímanum hætti hún að borga leiguna, sem hún átti rétt á enda hafði hún borgað þá fyrirfram. Eftir heilmikið stapp samþykkti leigusalinn uppsögnina, en fór að taka upp á að birtast í íbúðinni hjá henni. „Hann gekk inn á mig að kvöldi til tvisvar sinnum síðustu tvo mánuðina. Hann kom, opnaði með lykli án þess að banka og sagðist vera að athuga hvort ég væri flutt út. Ég var búin að segja honum nákvæm- lega hvenær ég ætlaði að flytja út. Fyrst þegar hann kom, heyrði ég að einhver var að koma inn og hélt að það væri maðurinn minn. Síðan heyrði ég að dóttir mín byrjaði að hágráta og kom inn í stofu þar sem hún hafði verið að leika sér og sá þá að leig- usalinn stóð yfir henni. Maður sem hún vissi ekkert hver var.“ Magdalena segir að henni hafi verið illa brugðið. Það hafi runnið upp fyrir henni að leigusalinn hefði getað komið inn til hennar hvenær sem var. Hann hefði getað verið inni hjá henni þegar hún var ekki heima. Hvað vissi hún? Það var að minnsta kosti enginn grundvöllur fyrir trausti. Komin í skjól Ég spyr þær mæðgur hvort margir í kringum þær hafi svipaða reynslu af íslenskum leigu­ sölum. Þær segja mér að margir Pólverjar sem þær þekki hafi slæma reynslu af leigu­ sölum. Magdalena bendir á að hún þekki til dæmis engan sem hafi fengið tryggingu borgaða tilbaka. Leigusalar finni leið til að borga ekki. Margir lendi í því að leigusal- ar fari að hafa óeðlileg afskipti af lífi þeirra eins og að banna leigjendum að fá gesti heim. Lucyna bendir á að ef leigjandi sé að borga leigu eigi hann rétt á að fá gesti heim og lifa bara eins og manneskja, því hann sé að borga fyrir það. Hún tekur undir með Magdalenu að oft sé mjög illa farið með útlendinga á íslenskum leigumarkaði. Það er því augljós léttir fyrir Magdalenu að vera komin í íbúð hjá Bjargi, þar sem leigj- endur hafi rétt á að gera íbúðina að sinni; mála, hengja upp myndir og fá gesti. En það sem Magdalenu finnst mikilvægast er að þar býr hún við öryggi. „Það er enginn að fara að henda manni út“ segir hún „eða banna manni að fá gesti eða ganga inn á mann á kvöldin!“ „Þær eru komnar í skjól“, segir Lucyna, sem er augljóslega verulega létt og þakklát fyrir nýjar aðstæður í lífi dóttur sinnar og barna- barns. Þetta eru orð að sönnu. Eftir að heyra af reynslu Magdalenu á íslenskum leigumark- aði er það ágætis lýsing að Bjarg veiti tekju- lágum fjölskyldum skjól frá erfiðum aðstæð- um á íslenskum leigumarkaði. Magdalena í herbergi dóttur sinnar en nú er hún komin með sér herbergi í fyrsta sinn

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==