September 2019 5. tölublað 24. árgangur

8 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Viðtalið Magdalena Kwiatkowska, stjórnarkona í Eflingu Magdalena Kwiatkowska, stjórnarkona í Eflingu, flutti inn í íbúð á vegum Bjargs íbúðafélags í Grafarvogi fyrir um mánuði síðan og hefur hún og fjölskylda hennar nú þegar komið sér vel fyrir í nýjum heim- kynnum. Bjarg er óhagnaðardrifið leigu- félag stofnað af ASÍ og BSRB og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnu- markaði aðgengi að öruggu húsnæði í lang- tímaleigu. Fyrirmyndin er svokölluð leigu- heimili eða „Almene boliger“ sem tíðkast víða á Norðurlöndum. Bjarg á í samstarfi við ýmis sveitarfélög um byggingu íbúða, en 563 íbúðir eru nú í byggingu en að auki eru 500 í hönnunarferli. Fyrsta íbúð Bjargs var afhent þann 20. júní síðastliðinn en í dag hafa tæplega 70 leigj­ endur fengið afhentar íbúðir. Magdalena fékk úthlutað íbúð á efstu hæð þar sem er hátt til lofts og útsýni bæði til fjalla og borgar. Í íbúðinni, sem er um 80 fm 2 , eru tvö rúmgóð svefnherbergi og opið rými með eldhúsi og stofu. Dóttir hennar nýtur þess að fá sérherbergi í fyrsta sinn. Hún fékk stærra svefnherbergið fyrir sig og Magdalena málaði það í hennar uppáhalds­ litum. Íbúðin öll er einstaklega falleg og björt og óhætt er að segja að einnig hafi verið bjart yfir Magdalenu þegar blaðamann Eflingar bar að garði. Öryggið það mikilvægasta Dóttir Magdalenu hefur skólagöngu í haust svo tímasetningin á flutningnum gæti ekki verið betri. Magdalena lýsir því hversu þakk­ lát hún er fyrir að vera komin með búsetu­ öryggi, nú þegar dóttir hennar er að byrja í skóla. Skólaganga hennar er nú ekki háð dyntum leigusala hverju sinni en samkvæmt síðasta leigusamningi var uppsagnarfrestur­ inn tveir mánuðir. Það er óhætt að segja að réttur og öryggi leigjenda sé ekki hátt skrif­ að á íslenskum leigumarkaði. Bjargi íbúðar­ félagi er ætlað að bæta stöðu láglaunafólks á leigumarkaði þar sem búsetuöryggi er í fyrirrúmi. Fjölskyldan getur búið í íbúð­ inni alla ævi ef þau kjósa svo. Hægt er að sækja um flutning í ýmist stærri eða minni íbúð ef fjölskylduhagir breytast. Að auki er tryggt að þó svo að hagur fólks vænkist og heildarlaun fari upp fyrir þau viðmið sem miðað er við í umsóknarferlinu, missir fólk ekki íbúðina heldur breytist upphæð leig­ unnar í almennt markaðsverð. Barnvænt hverfi og stutt í þjónustu Þegar Fréttablað Eflingar bar að garði var móðir Magdalenu, Lucyna Dybka, í heim­ sókn. Þær mæðgur eru sérstaklega ánægð­ ar með hverfið og hversu barnvænt það er. Byggingarnar á vegum Bjargs í Grafarvogi sem eru að rísa hver af annarri þessi miss­ erin, mynda hring í kringum sameiginlegan garð þar sem fljótlega verða leiktæki og gott rými fyrir börn að leika. Mörg börn eru nú þegar flutt í húsin og farin að leika sér í garðinum þó að leiktækin séu ekki risin enn. Við stöndum úti á svölum sem snúa að garðinum. Lucyna lýsir því hversu frábært það sé að geta sent börnin niður í garð þar sem þau leika sér frjáls í öruggu umhverfi. Foreldrar geti fylgst með þeim úr íbúðinni. „Sjáðu“ bætir Lucynda við og bendir mér á gasgrillin sem eru nánast á hverjum einustu svölum íbúða sem búið er að flytja inn í. „Fólk er svo ánægt að vera flutt hingað. Það er farið að grilla strax á svölunum. Þetta er alveg dásamlegt!“ Eitt af því sem Magdalena er afar ánægð með varðandi staðsetningu íbúðarinnar er nálægð við verslanir og ýmsa þjónustu. Verslunarmiðstöðin Spöngin er við hliðina á húsinu og þar eru Bónus, apótek og ýmsar fleiri búðir. Þær mæðgur teyma mig á sval­ irnar norðan megin og benda mér á að Spöngin sé það nálægt að fólk fari stund­ um að versla í Bónus og keyri svo vörurnar í innkaupakerrunni alveg heim að dyrum. Einstaklega hagkvæmt segja þær og hlæja. Aðstæður á íslenskum leigumarkaði Magdalena og fjölskylda bjuggu í leigu­ íbúð við Skúlagötu síðastliðin tvö ár. Íbúð­ ina, sem er rétt um 50 fm2, leigðu þau fyrir nær sömu upphæð og nýju íbúðina í Bjargi sem er rétt tæplega 30 fm2 stærri. Auk þess fær Magdalena húsaleigubætur núna sem hún fékk ekki á Skúlagötunni. Hún lýsir ástandinu á leigmarkaðnum þegar hún var að leita að íbúð fyrir tveimur árum sem skelfilegu. Lítið framboð og okurverð einkenndi markaðinn. Fjöldi fólks kom að - segir Magdalena Kwiatkowska stjórnarkona í Eflingu Komin í skjól hjá Bjargi

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==