September 2019 5. tölublað 24. árgangur

7 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Aðsend grein Undanfarin misseri hefur þeim matvöru- verslunum sem tekið hafa sjálfsafgreiðslu- kassa í notkun fjölgað mikið. Þó margir fagni þessum nýja valkosti þá eru aðrir sem telja ávinning slíkrar þróunar vafa- saman. Störfum muni óhjákvæmilega fækka og óljóst sé hver njóti góðs af hagræðinu, verslunareigandinn eða kúnn- inn. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að taka ákvörðun um að sleppa því alfar- ið að nota slíka sjálfsafgreiðslukassa í mótmælaskyni við þessa nýju þróun. Sjálfsafgreiðsla er þó í raun alls ekki ný af nálinni. Síðustu ár og áratugi hefur samfé- lagið smátt og smátt verið að færast í þá átt að við framkvæmum meira af þjónustu sjálf sem starfsfólk fyrirtækja sá um áður. Þannig dælum við bensíni yfirleitt sjálf, setj- um húsgögnin í mörgum tilfellum saman sjálf, nýtum heimabanka í stað útibúa, skipuleggjum fríin okkar í meira mæli sjálf í stað þess að nýta þjónustu ferðaskrif- stofa og innritum okkur í flug á netinu. Og núna erum við farin að afgreiða okkur sjálf í matvöruverslunum. Þetta er líklega sú breyting sem hefur vakið hvað mestu viðbrögðin enda um að ræða þjónustu sem við notum flest nokkuð ört. Margvíslegar afleiðingar sjálfvirknivæðingar Skiptar skoðanir eru um ágæti þessara breytinga, sumir telja þær afturför, einhverj- ir telja þróunina einungis jákvæða á meðan aðrir sjá bæði kosti og galla. Þeir sem eru hvað jákvæðastir fagna því t.d. að þurfa ekki að bíða í langri röð með örfáa hluti og mesti tímasparnaðurinn felist einmitt í því að sleppa við langar raðir sem eiga það til að myndast við kassana. Það rímar ágæt- lega við þá þróun að fólk fer orðið oftar í búðina og kaupir minna í einu (sem er eitt af því sem er mælt með til að draga úr matarsóun). Aðrir telja engan tíma- sparnað hljótast af sjálfsafgreiðslu þar sem við minnstu villur og mistök þurfi að kalla til starfsmann. Allur tímasparnaður geti því verið fljótur að fjúka út um gluggann. Þá vilja sumir vera sjálfir við stjórnvölinn í innkaupunum auk þess sem einhverjum þykir ágætt að starfsmenn verslana og/eða aðrir kúnnar séu ekki með nefið ofan í hvað þeir séu að versla. Margir nefna einnig að mannleg samskipti verði minni fyrir vikið og þrátt fyrir að fæst- ir detti í hrókasamræður við kassastarfs- menn þá telji öll mannleg samskipti auk þess sem þau gefi lífinu lit. Í því sambandi má nefna bók rithöfundarins, Craig Lamber, Shadow work: the unpaid, unseen jobs that fill your day . Í henni fjallar hann um hvern- ig minni samskipti í kjölfar sjálfsafgreiðslu- væðingarinnar gera það að verkum að við einangrumst meira og eigum lítil samskipti fyrir utan okkar félagslegu „búbblur“, þ.e. út fyrir okkar eigið félagsnet. Þá sé það álagsaukandi fyrir hinn almenna launa- mann að þurfa, ofan á fullan vinnudag, að sjá um alls konar skipulag og þjónustu sem áður fyrr var á hendi starfsmanna þeirra fyrirtækja sem verslað var hjá. Vegna þessa og annarra þátta í sjálfvirknivæð- ingunni nota ekki allir sjálfsafgreiðslukassa og neita að taka þátt í að vinna ólaunaða vinnu fyrir fyrirtækin sem þeir versla hjá. Nokkur kynslóðamunur virðist einnig vera á viðhorfi fólks og það kemur kannski ekki á óvart en samkvæmt rannsóknum er yngra fólk almennt hlynntara fyrirkomulaginu en þeir sem eldri eru. Allir hagnist á þróuninni Það er mjög sennilegt að með tilkomu sjálfsafgreiðslukassa muni störfum fækka og þau breytast. Í stað þess að einn starfs- maður afgreiði einn viðskiptavin nægir að hafa einn starfsmann til að fylgjast með sex til tíu viðskiptavinum afgreiða sig sjálfa. Þetta skapar þó einnig tíma og svigrúm fyrir starfsmenn til að sinna öðrum verkefnum og munu einhver starfanna koma til með að breytast og þjónusta á öðrum sviðum verður mögulega aukin. Það er ekki neitt eitt rétt svar við því hvort sjálfsafgreiðslu- kassarnir séu til góðs eða ills heldur verður hver og einn að dæma fyrir sig. Eitt er þó víst og það er að með þessu fyrirkomulagi ætti skilvirkni hjá fyrirtækjunum að aukast og fastur kostnaður að lækka. Af því hlýst ákveðið svigrúm sem hægt er að nýta til að gera betur á öðrum sviðum. Forsvarsmenn matvöruverslana hér á landi hafa verið duglegir að minna okkur í verkalýðshreyf- ingunni á að laun séu stærsti kostnaðarlið- ur verslana. Því ætti að vera mögulegt að gera betur á hinum ýmsu stöðum í rekstrin- um með tilkomu sjálfsafgreiðslukassa. Það sem skiptir mestu máli er að allir hagnist af breyttu fyrirkomulagi, starfsmenn, neytend- ur og fyrirtæki. Verkefnið framundan er því að berjast fyrir því að breytingin skili sér í betra starfsumhverfi og hærri launum til starfsmanna og lægra verði og betri þjón- ustu til neytenda. Hverjir hagnast á sjálfvirkni- væðingunni? - eftir Auði Ölfu Ólafsdóttur, verkefnastjóra verðlagseftirlits ASÍ Verkefnið framundan er því að berjast fyrir því að breytingin skili sér í betra starfsumhverfi og hærri launum til starfsmanna og lægra verði og betri þjónustu til neytenda

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==