September 2019 5. tölublað 24. árgangur

12 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Viðtalið Félag íslenskra félagsliða - FÍF hefur fengið nýjan formann, skelegga unga konu að nafni Sigurbjörg Sara Róbertsdóttir. Strax eftir grunnskóla ákvað hún að mennta sig í faginu og hefur hún unnið sem félagsliði síðustu tíu ár. Áhuginn á kjarabaráttu kviknaði snemma og var hún trúnaðarmaður á sínum vinnustað og tók þátt í starfi verkalýðshreyfingarinn- ar. Hún varð félagsmaður Eflingar síðast- liðið haust og eftir hvatningu ákvað hún að bjóða sig fram til formennsku í FÍF. Hún er metnaðarfull fyrir starfinu og segir að næst á dagskrá sé að heimsækja Svandísi Svavars­ dóttur, heilbrigðisráðherra og formenn stéttarfélaga enda vill hún gott samstarf við öll félög. Blaðamaður Eflingar settist niður með Sigurbjörgu og spurði hana út í félagið, markmið þess og helstu baráttumál. Sigurbjörg ákvað að læra félagsliðann beint eftir grunnskóla og vinnur nú á hjúkr- unarheimilinu Ás í Hveragerði. Hún bjó áður í bænum, er fædd og uppalinn í Reykvík en fluttist austur fyrir nokkrum árum. „Þá fór ég að vinna á HSU og þar á vinnustaðnum er ég kjörin trúnaðarmaður í Bárunni. Ég starf- aði sem trúnaðarmaður í sex ár, barðist fyrir samningunum okkar, sat ASÍ þing og fleira.“ Hún hefur því reynslu af kjarabaráttu. Á aðalfundi Félags íslenskra félagsliða í apríl í ár ákvað hún að bjóða sig fram sem formað- ur félagsins. „Ég fékk hvatningu frá formanni Bárunnar og félagsliðum þar um að bjóða mig fram,“ segir hún. „Ég er með miklar kröfur og ætla mér margt og vil að við náum lengra.“ Hún segir að henni finnist vanta að stéttar- félögin leggi meiri áherslu á að berjast fyrir félagsliðum. „Ég vil að við séum ekki sett til hliðar, félagsliðar eru stór stétt sem þarf nauðsynlega að halda vel utan um“. Félagið á að stuðla að hagsmuna- málum Félag íslenskra félagsliða var stofnað 10. apríl 2003 og er fagfélag á landsvísu. Félagsmenn sem eru í félaginu eru í mörg- um stéttarfélögum út um allt land. Tilgang- ur þess er að stuðla að hagsmunamálum Það er mikilvægt að félagsliðar verði samþykktir sem heilbrigðis­ starfsmenn innan heilbrigðis- ráðuneytisins og að þeir verði samþykktir af samfélaginu sem slíkir Við þurfum að mynda sterka heild - segir Sigurbjörg Sara Róbertsdóttir, formaður Félags íslenskra félagsliða

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==