September 2019 5. tölublað 24. árgangur

13 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Viðtalið félagsmanna, vernda réttindi þeirra og beita sér gegn hvers konar misrétti í kaup og kjörum. „Við störfum með öllum stéttar- félögum sem félagsliðar eiga aðild að og óskum eftir góðri samvinnu við félögin. Með þeim hætti tryggjum við góð réttindi okkar félagsmanna,“ segir Sigurbjörg. Hún segir að markmið félagsins sé að efla samheldni, stuðla að símenntun og bættri þekkingu félagsmanna og vera sýnilegri í samfélaginu. „Eitt af því sem félagsliðar geta gert til að vera sýnilegir er að bera næluna okkar en við eigum gríðarlega fallegt merki. Markmið okkar er líka að við ætlum að fá löggildingu fyrir starfsheitið félagsliði, það er eitt af stóru málunum sem við munum berjast fyrir. Eftir því sem fleiri eru í fagfélaginu styrkir það félagið sjálft og kröfuna um að fá starfsheitið lögverndað.“ Er þetta þá vísir að öðru stéttar- félagi? „Jafnvel, það gæti orðið það eftir einhver ár en við þurfum fyrst að byggja það upp og efla samheldni og ef við verðum sterk og öflug stétt þá gæti það orðið stéttarfélag í framtíðinni,“ segir Sigurbjörg og bætir við að það sé eitt af því sem þurfi að hugleiða. „Það er samt ekki á stefnuskránni hjá okkur núna, það er margt annað sem gengur fyrir eins og löggildingin og kjaramálin. Kröfurn- ar eru orðnar svo miklar í störfum félagsliða og launin ekki sambærileg á milli félaga og við þurfum að krefjast betri launa.“ Kröfurnar orðnar meiri í starfi Sigurbjörg segir að á undanförnum árum hafi orðið breyting á störfum innan hjúkr- unarheimila og innan stofnana í störfum sem snúa að umönnun. Fólki er gert kleift að vera lengur heima hjá sér og komi því mun veikara inn á stofnanir en áður. Kröf- urnar eru alltaf að verða meiri og meiri gagnvart starfsfólkinu og starfið þyngist. „Gott og blessað, við erum alltaf tilbúin, gerum öll þau verkefni sem við eigum að gera en launin verða að endurspegla störfin á hverjum tíma.“ Löggilding mikilvæg „Kjaramálin eru okkur efst í huga, við vilj- um alltaf hærri laun og meiri réttindi og því mikilvægt að vera í góðu sambandi við alla félagsliða til að fagfélagið eflist og ég geti hjálpað út á við,“ segir hún. Sigurbjörg segir að verkefni hennar næstu mánuði verði einnig að þrýsta á um löggildingu fyrir starfsstéttina. „Ég vil heimsækja hana Svan- dísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra og kynna okkur fyrir henni og mikilvægi okkar.“ Sigurbjörg segir að það sé búið að vinna að því í mörg ár að fá löggildingu yfir starfsheitið félagsliði. „Það er mikilvægt að félagsliðar verði samþykktir sem heilbrigð- isstarfsmenn innan heilbrigðisráðuneytisins og að þeir verði samþykktir af samfélaginu sem slíkir. Félagslega hliðin sem félagslið- ar sinna er bara svipuð og hjúkrun, bara önnur hlið en það er mikilvægt að huga að andlegri heilsu fólks ekki síður en líkam- legri“, segir hún. Aðspurð hvort að með löggildingu muni félagsliðar fá hærri laun segir Sigurbjörg að launakröfur séu allt annað mál og óviðkomandi löggildingu sem slíkri. „Sjúkraliðar eru með löggildingu en það endurspeglast ekki endilega í laununum, við munum alltaf þurfa að berj- ast fyrir réttmætum launum,“ segir hún. Vill gott samstarf við stéttarfélög Sigurbjörg segist bara vera rétt að byrja enda nýtekin við formennsku í félaginu. „Ég vil ræða við formenn allra stéttarfé- laga sem hafa félagsliða hjá sér og óska eftir góðri samvinnu, ég vil að það verði hugsað vel um okkur félagsliðana.“ Hún segir margt hægt að læra og betrumbæta með því að bera bækur saman, samningar séu mismunandi á milli félaga og stofn- ana og því tækifæri til að nýta það sem er gott í samningum og reyna að fá inn í aðra samninga. Hún segir að þess vegna sé einnig mikilvægt að vera í góðu sambandi við trúnaðarmenn stofnana og eins faghóp félagsliða í Eflingu en það er eina félagið sem er með faghóp félagsliða innanborðs hjá sér. „Félagslið- ar eru í félögum innan Starfsgreinasam- bandsins og svo BSRB og ég vil hafa gott samstarf á milli félaga, þannig munum við ná langt. Það skiptir gríðarlega miklu máli að félagsliðar innan SGS og BSRB myndi eina heild. Við viljum ekki að það sé launa- og kjaramunur eftir því hvar félagsliðar vinna,“ segir Sigurbjörg að lokum. Sigurbjörg Sara Róbertsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir en Sigurbjörg áformar að hitta formenn stéttarfélaga og ræða um málefni félagsliða Félagsliðar eru í félögum innan Starfsgreinasambandsins og svo BSRB og ég vil hafa gott samstarf á milli félaga, þannig munum við ná langt

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==