September 2019 5. tölublað 24. árgangur

15 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Aðgengi að Eflingarhúsinu Bílastæðin aðgangsstýrð Eins og margir félagsmenn hafa tekið eftir eru bílastæðin við Guðrúnartún 1 þéttsetin og oft nánast ómögulegt að fá stæði þegar félagið er heimsótt á skrifstofutíma. Því miður eiga margir sem leggja á bílastæðunum ekki erindi í húsnæðið en þrátt fyrir skilti og tilmæli húsvarðar í gegnum tíðina hefur ekki tekist að halda stæðunum eingöngu fyrir gesti hússins. Nú hefur félagið ásamt öðrum aðilum hússins ákveðið að grípa til þess að aðgangsstýra bílastæðunum með nýju kerfi í samstarfi við Securitas og verður það kerfi tekið til notkunar bráðlega. Bílastæðin verða eingöngu ætluð gestum og starfsfólki hússins frá kl 7:00 til 19:00 á virkum dögum og geta þeir aðilar sem ekki eiga erindi í húsið átt von á gjaldtöku. Félagsmenn Eflingar Ert þú ekki örugglega að nýta rétt þinn? Þegar þú ert hætt/ur að vinna? Það er ýmislegt í boði fyrir félagsmenn Eflingar sem eru hættir á vinnumarkaði vegna aldurs eða örorku og hvetur stéttarfélagið félagsmenn til að nýta sér rétt sinn. Sem dæmi má nefna að hægt er að sækja um styrki úr sjúkrasjóð í allt að 24 mánuði eftir að þeir hætta að greiða ef greidd voru af þeim iðgjöld til sjóðsins samfellt í a.m.k. 5 ár á undan. Þar má nefna líkamsræktarstyrki, gleraugnastyrki, styrki vegna krabbameinsskoðana og margt fleira. Sjá nánar um styrkina á heimasíðu Eflingar www.efling.is. Félagsmenn halda áunnum réttindum sínum í fræðslusjóði í allt að 24 mánuði og geta sótt um styrki fyrir námskeiðum fyrir allt að 100 þúsund kr. Sjá nánar um styrkina á heimasíðu Eflingar www.efling.is Hægt er að kaupa Veiðikortið og Útilegukortið á afslætti í allt að tvö ár eftir að vinnu er hætt og ef fólk á ákveðinn punktafjölda. Eins er líka hægt að kaupa afsláttarbréf Icelandair og Úrval Útsýn og fá niðurgreidda gistingu hjá innlendum ferðaþjónustuaðilum í allt að tvö ár eftir að vinnu er hætt ef punktainneign félagsmanns er til staðar. Alltaf má sækja um orlofshús sama hvort um er að ræða sumar, vetur eða páska. Efling á og rekur nú 52 orlofshús auk þess sem hús og íbúðir eru teknar á leigu víða um land til að auka fjölbreytni og möguleika félagsmanna. Efling skipuleggur ávallt dagsferðir í lok sumars sem allir félags- menn geta skráð sig í. Efling bíður upp á skattaaðstoð þar sem allir félagsmenn geta bókað tíma. Lögfræðiaðstoð Eflingar er alltaf á þriðjudögum milli kl. 13.00-16.00 og er opin öllum félagsmönnum. Jólaball Eflingar er alltaf haldið í desember og eru að sjálfsögðu allir velkomnir. 1.maí kaffið þarf nú vart að nefna en þá hittast oft gamlir félagar og fá sér kaffi saman og að sjálfsögðu vonast Efling alltaf til að sjá sem flesta, hvort sem þeir eru að vinna eða ekki. Efling býður upp á fjölda námskeiða á hverju hausti og vori endur- gjaldslaust. Á tímamótum er spennandi námskeið fyrir þá sem eru að hætta á vinnumarkaði sökum aldurs en í ár er einnig boðið upp á námskeið á pólsku. Kaffiboð fyrir eldri félagsmenn er haldið einu sinni á ári, núna á vorin Efling stendur með þér! Bætt aðgengi fyrir félagsmenn sem heimsækja skrifstofuna þurfa að skrá bílnúmer ökutækis sín í kerfi sem staðsett verður í móttökurými Eflingar á 3. hæð og munu við það fá úthlutað tíma á stæðunum. Einnig verður skráningarbúnaður á 4. hæð hússins á fræðslusetri Eflingar fyrir þau sem sækja námskeið og fundi þar. Við vonum að með þessu getum við bætt þjónustu og aðgengi félagsmanna að skrifstofu Eflingar.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==