September 2019 5. tölublað 24. árgangur

16 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Nám og fræðsla Sylwia Matusiak Henrysson „Ég er í frábærri vinnu,“ segir Sylwia en hún vinnur hjá dagþjónustu fatlaðra við Gylfaflöt og eldar þar fyrir allt að 60 manns. „Ég elda allt frá grunni og hef alltaf ferskt salat með,“ segir hún. Hún ákvað að fara á fagnámskeið til að hækka í launum. „Fólk sagði við mig að ég væri góður kokkur og ég vildi læra meira og halda áfram að vinna á sama stað.“ „Mér fannst skemmtilegast að læra um grænmetisfæðið og vera í verklega hlut- anum, prófa nýjar uppskriftir og læra nýja hluti,“ segir hún. „Skólinn og kennararnir voru frábærir og það var ekkert stress þó íslenskan væri ekki 100% hjá mér. Kennararn- ir útskýrðu allt rólega fyrir mér þannig að það gekk vel að læra.“ Hún segir að það hafi verið dálítið erfitt að vera í fullri vinnu og í aukastarfi, með tvö börn og í námi en það hafi allt gengið upp. „Þetta var bara frábær tími,“ segir Sylwia og bætir við að henni finnist gott hvernig Efling opnar dyr fyrir félagsmenn sína inn í meira nám. „Efling borgar fyrir námskeiðið og gefur okkur færi á að mennta okkur,“ segir hún en Sylwia er þegar búin að skrá sig í matsveininn og byrjar í honum í haust. Fagnámskeiðin framundan Efling-stéttarfélag hefur í samvinnu við viðurkennda fræðsluaðila boðið upp á fagnámskeið fyrir starfsmenn á vinnu- markaði. Námskeiðin geta gefið hækkun launaflokka en það fer eftir kjarasamningum. Námskeiðin eru félagsmönnum að kostnaðarlausu. Fagnámskeið I og II, eldhús og mötuneyti Fagnámskeið I: 24. sept. til 26. nóv. Kennt: Þri. og fim. frá kl. 15:45–18:50. Fagnámskeið II: 21. jan. til 17. mars 2020. Kennt: Þri. og fim. frá kl. 15:45–18:50. Kennsla fer fram í Menntaskólanum í Kópavogi. Skráning hjá Eflingu í síma 510 7500 eða á fraedslusjodur@efling.is - metið inn í matsveinanám Halda áfram í námi! Íslenskustuðningur í námi - Gert er ráð fyrir að þeir nemendur sem vilja taki stöðu- próf í upphafi til að kanna þekkingu þeirra á íslensku. Boðið er upp á íslenskukennslu með orðaforða þess efnis sem er verið að fara í þá vikuna. Samtals 20 stundir (kennslu- dagur í samkomulagi við nemendur). Matsveinanám er 2 annir í skóla Fagnám- skeiðin eru metin sem hluti af matsveina- Sylwia Matusiak Henrysson og Guðmunda Sævarsdóttir Guðmunda Sævarsdóttir og Sylwia Matusiak Henrysson útskrifuðust báðar af fagnám- skeiði fyrir starfsfólk eldhúsa og mötuneyta í júní sl. Þær voru ánægðar með námið og hyggjast halda áfram í matsveininn. námi. Einnig er möguleiki á raunfærnimati sem er valkostur fyrir starfsmenn 23 ára og eldri og með 3 ára starfsreynslu. Stað- festingu á færni getur einstaklingur notað til styttingar á námi. Matsveinanám gefur ákveðin starfsréttindi. Matartækninám er 1 önn til viðbótar. Sjá nánar á heimsíðu skólans, www.mk.is Guðmunda Sævarsdóttir Guðmunda Sævarsdóttir hefur unnið í eldhúsinu á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í þrjú ár og segir að starfið sé mjög skemmtilegt. En þess má geta að Guðmunda er fæddur Bolvíkingur þó hún hafi búið í bænum í um tuttugu ár. Það var fyrrverandi yfirmaður hennar sem sagði henni frá fagnámskeiðunum sem Efling býður upp á. „Mér fannst námið ganga vel og vera skemmtilegt þannig að ég er búin að skrá mig í matartækni,“ segir hún. „Það kom mér rosalega á óvart hvað það var gaman í náminu,“ segir Guðmunda. Hún segir að hún sé ekkert unglamb lengur og það sé áskorun að setjast aftur á skólabekk eftir langan tíma. „Þetta var auðveldara en ég hélt,“ segir hún, „kennararnir voru alveg frábærir og þetta var mjög góð reynsla.“ En hvað fannst henni áhugaverðast í náminu? „Mér fannst rosalega skemmtilegt þegar hún Dóra kom og kenndi okkur um grænmetisfæði, ég hef aldrei haft mikla trú á grænmetisfæði en þessi fræðsla kveikti áhugann hjá mér og mér fannst það spennandi. Einnig fannst mér næringar- fræðin rosalega spennandi viðfangsefni.“ Guðmunda segir að henni hafi fundist allt í lagi að vera í námi með vinnu en bætir svo við, „eftir á að hyggja trúi ég því ekki að ég hafi klárað þetta. Það tekur alveg á að vera í vinnu og fara svo í skóla en þetta er góð þjálfun fyrir heilann. Ég bíð spennt eftir því að byrja í meira námi,“ segir Guðmunda en hún heldur áfram í matsveininn.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==