September 2019 5. tölublað 24. árgangur

17 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Nám og fræðsla Fagnámskeið fyrir starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu Fagnámskeið I: 1. okt. til 28. nóv. Kennt: Þri., mið. og fim. kl. 13:30–16:30. Kennsla fer fram hjá Mími, Höfðabakka 9. Skráning hjá Eflingu í síma 510 7500 eða á fraedslusjodur@efling.is Lýsing: Námið er fyrir starfsmenn í heil- brigðis- og félagsþjónustu. Meðal námsþátta eru: aðstoð og umönnun, sýkingavarnir, notkun hjálpartækja, líkams- beiting, skyndihjálp, sjálfstyrking og sam­ skipti, siðfræði og fleira. Fagnámskeið II: 3. feb. til 6. maí 2020. Kennt: Mán., þri. og mið kl. 13:30–16:30. Fagnámskeiðin eru undanfari að námi í félagsliðabrú. Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins í samstarfi Mímis og Eflingar. Viltu verða félagsliði? Ný önn hefst: 2. sept. til 16. des. Kennt: Mánudaga kl. 16:30–20:15 ásamt þremur laugardögum á önninni, 14. sept., 19. okt. og 30. nóv. Kennsla fer fram hjá Mími, Höfðabakka 9. Skráning hjá Eflingu í síma 510 7500 eða á fraedslusjodur@efling.is Lýsing: Félagsliðabrú er ætluð fólki sem vinnur við umönnun t.d. á hjúkrunarheim- ilum, í heimaþjónustu eða við heimahlynn- ingu og er fjögurra anna eininganám sem kennt er samkvæmt námsskrá mennta- málaráðuneytisins. Námið er 32 einingar og eru kenndar 8 einingar á hverri önn. Borgarholtsskóli býður einnig upp á félagsliða- og leikskólaliðanám. Félagsmenn við slík störf sem sækja námið til starfsmenntunar geta sótt þann hluta námsins þeim að kostnaðarlausu . Einstaklingar sem taka viðbótaráfanga til stúdentsprófs geta nýtt sér möguleika einstaklingsstyrkja. Félagsliðabrú tekur mið af því að nemend- ur séu í starfi og sæki námið í samráði við vinnustað sinn. Nemendur þurfa vera orðn- ir 22 ára, hafa lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum og hafa að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu. Námið gagnast mér vel Félagsliðabrú „Ég mæli hiklaust með náminu, mér fannst kennararnir góðir og námið áhugavert. Þetta var líka góður hópur sem ég var í, skemmtilega fjölbreyttur og gaman að vera með,“ segir Bylgja Björk Guðjónsdóttir, sem útskrifaðist sem félagsliði í sumar. „Það hentaði mér vel að fara í félagsliða- brú af því að það er hægt að taka það með vinnu,“ segir Bylgja en hún vinnur á endurhæfingardeild á hjúkrunarheimilinu Eir. Kennt var einu sinni í viku og fékk Bylgja frídag þegar kennsla fór fram og vann þá annan dag í staðinn. „Námið var fræðandi og skemmtilegt og ég lærði helling á því,“ segir Bylgja um námið sjálft. Spurð hvað gagnist henni mest segir hún: „Mér fannst námið í heild sinni gagnast allt mjög vel en mér fannst skemmtilegast að læra félagsfræði, sálfræði og fög í þeim dúr, það er á mínu áhugasviði.“ Spurð að því hvort henni hafi fundist eitt- hvað óþarfi í náminu segir hún að það hafi verið eitthvað í verklega hlutanum sem hún hafi kunnað þar sem hún er komin með töluverða starfsreynslu. „En það er alltaf hægt að rifja upp, góð vísa er aldrei of oft kveðin,“ segir hún. - segir Bylgja Björk Guðjónsdóttir, félagsliði

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==