September 2019 5. tölublað 24. árgangur

30 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Nám og fræðsla Námskeið fyrir byggingarstarfsmenn Byggingarstarfsmenn fá fræðslu Í nýgerðum kjarasamningi Eflingar stéttar­ félags og Samtaka atvinnulífsins 2019 er skilgreint að byggingarstarfsmenn eiga rétt á að sækja námskeið í skyndihjálp, fallvörn- um ásamt öryggi og heilbrigði á vinnustað í allt að 8 klst. á fyrsta starfsári. Því til viðbót- ar kom ný bókun um að þeir sem hafa lokið ofangreindu eiga að fá tækifæri til að sækja námskeið eins og t.d. niðurlögn steinsteypu, uppsetning á vinnupöllum, járnbending og lóðafrágangur í framhaldi af fyrsta ári hjá viðurkenndum fræðsluaðilum. Starfsmenn halda launum meðan þeir sækja námskeiðin. Starfsafl, Efling og Iðan fræðslusetur fund­ uðu nú á dögunum til þess að fara yfir þessu mál og koma þeim í farveg. Iðan stefnir á að bjóða upp á ofangreind námskeið með haustinu. Starfsafl styrkir fyrirtæki eftir sem áður vegna allrar fræðslu fyrir starfsmenn. Sjá nánar www.starfsafl.is Upplýsingar um námskeiðin má finna á www.idan.is Ólafur Ástgeirsson frá Iðunni fræðslusetri, Lísbet Einarsdóttir frá Starfsafli, Fjóla Jónsdóttir og Ingólfur Björgvin Jónsson frá Eflingu-stéttarfélagi

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==