September 2019 5. tölublað 24. árgangur

4 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Kjaramálin Óviðunandi framkoma gagnvart erlendu launafólki Mest brotið á erlendu launafólki – hæstu kröfurnar í ferðaþjónustu og mannvirkjagerð Undanfarin ár hefur verið hraður vöxtur í efnahagslífinu á Íslandi. Nýleg rannsókn ASÍ, sem byggir á skoðanakönnunum og launakröfum stéttarfélaga, bendir til að samhliða þessari þróun hafi jaðarsetn- ing og brotastarfsemi aukist á íslenskum vinnumarkaði. Stéttarfélög fá inn á borð til sín fleiri og alvarlegri mál en áður tengd launaþjófnaði og kjarasamnings- brotum. Brotin virðast einkum beinast gegn hópum sem síður þekkja rétt sinn, þ.e. erlendu launafólki, ungu fólki og einstaklingum með lágar tekjur. Við þess- um brotum eru í dag engin viðurlög sem Alþýðusambandið telur algerlega óásætt- anlegt. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru eftirfarandi: • Launakröfur vegna launaþjófnaðar og kjarasamningsbrota hlaupa á hundruð- um milljóna króna á ári. • Fjögur aðildarfélög ASÍ gerðu 768 launa- kröfur árið 2018 upp á samtals 450 millj- ónir króna og nam miðgildi kröfuupp- hæðar 262.534 kr. • Meira en helmingur allra krafna stéttarfé- laga eru gerðar fyrir hönd félagsmanna af erlendum uppruna. Um 19% launafólks á íslenskum vinnumarkaði er af erlendum uppruna. • Um helmingur allra krafna kemur úr hótel-, veitinga- og ferðaþjónustu en hæstu launakröfurnar eru gerðar á fyrir- tæki í mannvirkjagerð. • Niðurstöður spurningakönnunar Gallup eru í takt við launakröfur stéttarfélaga og benda til þess að brotastarfsemi beinist fremur gegn erlendu launafólki og yngra fólki, með lægri tekjur og í óreglulegu ráðningarsambandi og hlutastörfum. • Skoðun á launakröfum og spurninga- könnunin benda til að brotin felist m.a. í vangreiðslum á launum, álagsgreiðslum og ýmsum réttindabrotum. • Hjá meirihluta launafólks, einkum hjá þeim sem hafa lengri starfsaldur og hærri tekjur, er brotastarfsemi nærri óþekkt. Brotastarfsemi gagnvart erlendu launa- fólki og ungmennum er alvarleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði sem uppræta verður með öllum tiltækum ráðum. Dæmin skipta ekki bara tugum eða hundruðum. Brotin snerta þúsundir einstaklinga. Þess- ir félagar okkar eiga að njóta kjara og annarra réttinda til jafns við aðra á vinnu- markaði. Það eru hagsmunir samfélagsins alls. Hér er ábyrgð stjórnvalda og samtaka atvinnurekenda mikil. • Bæta þarf löggjöf og regluverk. Lögbinda verður hörð viðurlög og sektargreiðslur vegna launaþjófnaðar og annarra brota gegn launafólki • Efla þarf upplýsingamiðlun, eftirlit á vinnumarkaði og eftirfylgni vegna brota- starfsemi. Bæta með kerfisbundnum hætti samstarf og samvinnu stjórnvalds- stofnana og aðila vinnumarkaðarins með samræmdri og öflugri upplýsingamiðlun. • Stuðningur við brotaþola. Tryggja verð- ur að þeir einstaklingar sem brotið er á sæki rétt sinn með stuðningi verkalýðs- hreyfingarinnar og samfélagsins alls og þeir njóti öryggis og skjóls. Í tengslum við gerð kjarasamninga vorið 2019 gaf ríkisstjórn Íslands fyrirheit um að gripið verði til fjölmargra aðgerða gegn launaþjófnaði og brotastarfsemi á vinnu- markaði. Fyrirheit sem byggja á kröfum og áherslum verkalýðshreyfingarinnar. Fyrir liggur aðgerðaáætlun en verkefnið nú er að fylgja yfirlýsingunni eftir og hrinda að fullu í framkvæmd á næstu mánuðum þannig að stigin verði markviss og afgerandi skref til að uppræta brotastarfsemi á vinnumarkaði. Hægt er að kynna sér efni skýrslunnar á vef ASÍ www.asi.is Niðurstöður skýrslunnar ríma vel við þær kröfur sem Efling sendir út en Ragnar Ólason, sviðsstjóri kjaramála hjá Eflingu segir að þjónustufulltrúar Eflingar kannist vel við að svindlað sé fremur á ákveðnum hópum eins og erlendum starfsmönnum og ungu fólki. Hann bendir á að í fyrra hafi 338 af 734 formlegum málum félagsins verið vegna starfsfólks undir 30 ára aldri. „Hótel og veitingageirinn er sérstaklega slæmur hvað þetta varðar en sé litið til mála Eflingar má sjá að hlutfall ungs fólks sem á í hlut er um 60% af öllum formleg- um málum í þeim geira.“ Þegar litið er til mála með tilliti til erlenda hópsins sker sá hópur sig einnig úr. „Í byggingariðnaði og tengdum störfum voru 69 mál þar sem erlendir starfsmenn áttu í hlut af alls 97 málum á tímabilinu. Hlutfallið var einnig hátt í hótel- og veitingageiranum eða rúmlega 70%.“ Ragnar segir að niðurstöð- ur skýrslunnar komi því ekki á óvart en er ánægður með hversu mikla athygli hún hefur fengið. „Það er tímabært að þjóð- félagið bretti upp ermarnar og segi stopp við svona launaþjófnaði“, segir Ragnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==