September 2019 5. tölublað 24. árgangur

5 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Kjaramálin Launakönnun Eflingar framkvæmd seinna í ár Staða kjaraviðræðna á opinbera vinnumarkaðnum Viðræður hefjast að nýju Enn er ósamið við ríki, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög en viðræður eru hafnar að nýju eftir sumarfrí. Í sumar var skrifað undir samkomulag við Reykjavíkurborg, ríki og nokkrar stofnanir um 105.000 kr. innágreiðslu til félagsmanna Eflingar sem greidd var þann 1. ágúst sl. Í samkomu- laginu kom fram að viðræður yrðu tekn- ar upp að nýju um miðjan ágúst og fyrir- hugað væri að klára kjarasamninga fyrir 15. september. Starfsmenn fengu þessa innágreiðslu vegna þeirra tafa sem urðu á samningsgerð. Starfsgreinasambandið höfðar mál fyrir Félagsdómi Samband íslenskra sveitarfélaga neitaði hins vegar að greiða félagsmönnum Eflingar og Starfsgreinasambandsins innágreiðsl- una með tilvísun í að kjaradeilunni hefði verið vísað til ríkissáttasemjara. Var deilunni vísað til ríkissáttasemjara vegna þess að SÍS neitaði að ganga til viðræðna um hvernig megi ná fram jöfnuði milli almenna og opin- bera lífeyriskerfisins, líkt og samið var um í kjarasamningum 2009. SGS sem Efling er aðili að ákvað þá að höfða mál fyrir Félags- dómi þar sem látið verður reyna á túlkun samningsákvæðisins frá 2009 um skyldu sveitarfélaga til þess að ganga til kjarasamn- ingsviðræðna um jöfnun lífeyrisréttinda. Umræðan um jöfnun lífeyrisréttinda er því komin í ákveðin farveg og verða því haldn- ir samningafundir með SÍS þar sem önnur atriði kjarasamningsins verða rædd. Launakönnun Eflingar fer fram á ári hverju og annast Gallup fram- kvæmd hennar fyrir félagið. Könnunin er umfangsmikil og veitir mikilvægar upplýsingar um þróun launa, vinnutíma og starfsað- stæður meðal félaga Eflingar. Auk þess eru þátttakendur spurðir út í viðhorf til málefna sem eru í deiglunni hverju sinni og hafa þýðingu fyrir starf félagsins. Hingað til hefur könnunin verið framkvæmd í september og félagar spurðir út í laun sín fyrir ágústmánuð. Í ár mun könnuninni þó frestað þar sem samningar eru enn lausir gagnvart ríki, sveitarfélögum og fyrirtækjum í velferðarþjónustu. Til að tryggja að tölur um launakjör verði áreiðanlegar og saman- burðarhæfar verður könnunin framkvæmd þegar hækkanir í kjöl- far kjarasamninga hafa gengið yfir alla félagsmenn.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==