Ársskýrsla 2019-2020

9 Á R S S K Ý R S L A E F L I N G A R 2 0 1 9 – 2 0 2 0 KJARAVIÐRÆÐUR OG ÖNNUR BARÁTTU- OG RÉTTINDAMÁL Ragnar Ólason hefur gegnt lykilhlutverki í skipulagn- ingu kjaraviðræðna Eflingar við aðila úr opinbera geir- anum en það eru ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga. Þá hefur Ragnar skipulagt viðræður við einkaaðila sem er í eigu hins opinbera eða á fjárlögum, svo sem skóla innan Samtaka sjálf- stæðra skóla, NPA-miðstöðina, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og fleiri. Þann 1. apríl 2020 tók Ragnar við nýrri stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra, sem endurspeglar það mikla ábyrgðarhlutverk sem Ragnar hefur til langs tíma gegnt á vettvangi Eflingar. Nánar er fjallað um kjaraviðræður annars staðar í ársskýrslunni. Skrifstofa formanns hefur haft umsjón með einstök- ummálum sem snerta hagsmuni félagsmanna en falla ekki beinlínis undir Kjaramálasvið eða kjarasamn- ingagerð. Má þar nefna dómsmál gegn starfsmanna- leigunni Menn í vinnu og notendafyrirtækinu Eldum rétt. Lögmannsstofan Réttur hefur unnið málið að beiðni Eflingar fyrir hönd félagsmanna sem voru órétti beittir í tengslum við frádrátt launa og illa með- ferð hjá þessum fyrirtækjum. Notendafyrirtæki önnur en Eldum rétt féllust á að greiða starfsmönnunum bætur. Málið er fyrir dómstólum og er liður í baráttu Eflingar gegn starfsháttum starfsmannaleiga. Í maí 2019 áttu sér stað samskipti milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins vegna þeirrar háttsemi tiltekinna fyrirtækja að skerða umframgreiðslur til starfsfólks með vísun til þess að þetta væru fyrir- tækin tilneydd að gera vegna fyrstu launahækk- unar Lífskjarasamningsins. Efling mótmæli afstöðu Samtaka atvinnulífsins með formlegu erindi og kall- aði eftir frásögnum félagsmanna um slíka framgöngu. Í kjölfarið var fundað með forystu SA og eftirfylgni Eflingar bar þann árangur að SA sendu tilmæli til allra aðildarfélaga samtakanna um að láta starfsfólk njóta umsaminna hækkana að fullu án þess að aðrar umframgreiðslur launa væru skertar. Fylgst var með málum sem upp komu á einstökum vinnustöðum, til að mynda styttingu vinnuvikunnar hjá nokkrum stærri fyrirtækjum og réttindum trúnaðar- manna. Í mörgum tilvikum áttu Samtök atvinnulífsins aðkomu að slíkum samskiptum. Efling hefur átt sæti í samráðsnefnd á vegum Félagsmálaráðuneytisins varðandi ýmis mál tengd starfsemi NPA (notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar við eintaklinga við fötlun) en flestir sem starfa við slíka þjónustu eru félagsmenn í Eflingar. Kjarasamningur um NPA byggir á undanþágu frá lögum um hvíldartíma og næturvinnu en verið er að endurskoða þá undanþágu. Efling hefur haft náið samband við starfsfólk sem veitir NPA til að ræða þetta starf og til að undirbúa endurnýjun kjara- samnings. Benjamín Julian, starfsmaður skrifstofu formanns, hefur sinnt þeim málaflokki ásamt öðrum starfsmönnum. Efling tók 26. september 2019 á móti fulltrúum frá Norrænu flutningsmannasamtökunum NTF. Á fundi með fulltrúunum var rætt um sameiginleg hagsmuna- mál verkafólks sem starfar í flutningum og við samgöng- ur, ekki síst hópferðabílstjóra. VINNUSTAÐAEFTIRLIT Nýr varaformaður, Agnieszka Ewa Ziolkowska, hefur tekið að sér umsjón með vinnustaðaeftirliti fyrir hönd Eflingar, en vinnustaðaeftirlit stéttarfélaga er einnig að hluta miðstýrt í gegnum Alþýðusamband Íslands. Nýr starfsmaður hjá Eflingu, Phoenix Jessica Ramos, tók til starfa snemma árs 2020 við vinnustaðaeftirlit. Ingólfur B. Jónsson, starfsmaður kjaramálasviðs, hefur sinnt reglubundnu vinnustaðaeftirliti í byggingargeiranum í samstarfi við stéttarfélög iðnaðarmanna. STARF TRÚNAÐARRÁÐS Formaður ber ábyrgð á undirbúningi og framkvæmd helstu félagslegu funda sem haldnir eru samkvæmt lögum félagsins en þar eru fyrirferðarmestir reglulegir fundir trúnaðarráðs. Skrifstofa formanns hafur jafn- framt starfað náið með Félags- og þróunarsviði við undirbúning fundanna. Fundahöldum í félaginu fylgir gerð fundadagskrár fyrir fundi stjórnar og trúnað- arráðs, ritun og varðveislu fundargerða og aðkomu að undirbúningi aðalfundar. Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir sem einnig gegnir starfi skjalastjóra hefur annast þessi verkefni. Áfundumtrúnaðarráðs á starfsárinuvoru tekin fyrir lög- bundin málefni svo sem skipun í stjórnir og nefndir og val á fulltrúum til setu á þingi Starfsgreinasambandsins. Á fundi trúnaðarráðs í maí kynntu Karl Ó. Karlsson og Anna Lilja Sigurðardóttir lögmenn starf lögmannstof- unnar LAG fyrir Eflingu, en stofan annast launakröfu- mál og aðra lögfræðiaðstoð fyrir félagið. Á öðrum fundum trúnaðarráðs var fjallað reglulega um kjaraviðræður og sagt frá ýmsum tíðindum úr starfi félagsins. Stefán Ólafsson var gestur fundar trúnað- arráðs í september og fjallaði þar um efndir stjórnvalda á loforðum í tengslum við Lífskjarasamninginn. Drífa

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==