Ársskýrsla 2019-2020

11 Á R S S K Ý R S L A E F L I N G A R 2 0 1 9 – 2 0 2 0 Nýtt Félags- og þróunarsvið var sett á laggirnar og til starfa tók Anna Gunnhildur Ólafsdóttir sem sviðsstjóri þess. Hún var áður framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Undir sviðið heyra kynningarmál, fræðslu- og félags- starf ásamt félagamál, m.a. samskipti við trúnað- armenn. Sylvía Ólafsdóttir tók við starfi sviðsstjóra Kjaramálasviðs en verkefni þess sviðs voru að mestu ósnert af skipulagsbreytingunum. Þá var með breytingunum stofnað rekstrarsvið undir stjórn Óskars Arnar Ágústssonar fjármálastjóra og mannauðs- og skrifstofusvið undir stjórn Berglindar Rósar Gunnarsdóttur. Þessi svið eru stoðsvið sem vinna þvert á önnur svið. Auk þess var stofnuð skrif- stofa formanns sem fer með ýmis verkefni á könnu formanns, rannsóknir, vinnustaðaeftirlit og fleira. Þann 2. september 2019 voru innleiddar skipulags- breytingar á skrifstofum Eflingar. Markmið breyting- anna var að bæta innra skipulag og efla þjónustu við félagsmenn. Breytingarnar sneru mestmegn- is að skiptingu verkefna á milli sviða en ný svið urðu til á meðan önnur voru sameinuð. Þar með urðu einnig breytingar á stjórnendahópi Eflingar. Skipulagsbreytingarnar voru áður kynntar og sam- þykktar í stjórn félagsins. Við breytingarnar tók Ingibjörg Ólafsdóttir, fyrr- um sviðsstjóri VIRK, við stöðu sviðsstjóra nýs Þjónustusviðs. Undir sviðið heyrir þjónusta mót- töku, afgreiðsla einstaklingsumsókna í sjóði og ráðgjöf VIRK til félagsmanna. Mikið af starfsemi skrifstofu Eflingar snýst um móttöku og afgreiðslu umsókna í orlofs-, fræðslu- og sjúkrasjóði. Með breytingunni eru þau verkefni komin undir einn hatt. Skipulagsbreytingar Bætt þjónusta við félagsmenn Stjórn Eflingar Formaður: Sólveig Anna Jónsdóttir Varaformaður: Agnieszka Ewa Ziolkowska Framkvæmdastjóri Viðar Þorsteinsson Félags- og þróunarsvið Anna Gunnhildur Ólafsdóttir Skrifstofa formanns Þjónustusvið Ingibjörg Ólafsdóttir Kjaramálasvið Sylvía Ólafsdóttir Mannauðs- og skrifstofusvið Berglind Rós Gunnarsdóttir skrifstofustjóri • Rekstur skrifstofu • Starfsmannamál • Skjalavarsla og upplýsingatækni Rekstrarsvið Óskar Örn Ágústsson fjármálastjóri • Fjármál og bókhald • Rekstur sjóða félagsins • Rekstur orlofshúsa • Kjarasamningagerð • Framkvæmd stefnumótunar • Kosningar, stjórnir og ráð • Rannsóknir • Tengsl við samstarfs- og gagnaðila • Vinnustaðaeftirlit • Móttaka • Umsóknir í sjóði og skráning réttinda • VIRK ráðgjafar • Trúnaðarmanna- kerfið og vinnustaðafundir • Kynningarmál og miðlar • Fræðsla félagsmanna • Félagsstarf • Launakröfur og aðstoð vegna réttindamála

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==