Ársskýrsla 2019-2020

16 Á R S S K Ý R S L A E F L I N G A R 2 0 1 9 – 2 0 2 0 í heild sinni, þar sem einstaklingar eru studdir aftur út á vinnumarkað eftir líkamlegan og/eða andlegan heilsubrest. Góður árangur hjá VIRK ráðgjöfum Eflingar Ráðgjafar VIRK hjá Eflingu hafa frá upphafi útskrifað 54% þjónustuþega sinna fullstarfsendurhæfða, í vinnu, í virka atvinnuleit eða í lánshæft nám. Undanfarin 3 ár hefur hlutfallið haldist um 54%, sem verður að teljast góður árangur. Einstaklingum sem hafa útskrifast á örorku hefur fækkað á síðustu þremur árum, úr 18% niður í 15%. Allar nánari upplýsingar um þjónustu VIRK má finna á heimasíðunni www.virk.is. COVID-19 Vegna Covid-19 faraldursins var tekin ákvörðun um að loka fyrir heimsóknir tímabundið á skrifstofu stéttarfé- lagsins frá 15.mars 2020 í kjölfar samkomubanns sem sett var á á Íslandi þann 13. mars sl. Starfsfólki skrif- stofunnar var skipt upp í tvo hópa og vann starfsfólk að heiman. Undirbúningur fyrir fjarvinnu starfsfólks gekk vel og hefur skrifstofan náð að þjónusta félags- menn Eflingar vel þrátt fyrir lokun skrifstofunnar. Starfsmenn skrifstofunnar eiga mikið lof og þakkir skyldar fyrir framlag sitt, sveigjanleika, jákvæðni og frá- bæra teymisvinnu á þessum erfiðu tímum. Þjónustusvið náði að afgreiða alla styrki úr fræðslu- og sjúkrasjóði, sjúkradagpeninga og svara fyrirspurnum og verða við beiðnum okkar félagsmanna í gegnum síma og tölvu- póst. Þá eiga félagsmenn hrós skilið fyrir jákvæð við- brögð við lokun skrifstofunnar, þeir héldu áfram að sækja um styrki og leita til starfsfólks skrifstofunnar og voru fljótir að flytja sig yfir í að nýta sér rafræna þjón- ustu í gegnum síma og tölvupósta. UMBÓTAVERKEFNI Í desember 2019 var tekið í notkunKiosk-afgreiðslukerfi eins og áður sagði. Á árinu 2020 hefst undirbúningur viðamikils verkefnis sem felst í að leggja grunn að innleiðingu þjónustu- kerfis undir vinnuheitinu Mínar síður fyrir félagsmenn Eflingar. Einnig stendur til að auka þjónustu við félagsmenn Eflingar í Hveragerði og nágrenni með því að ráða starfsmann með aðsetur á skrifstofu Eflingar þar. Vegna Covid-19 faraldursins er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær af því getur orðið. Fylgjast þarf vel með hvaða áhrif Covid-19 mun hafa á félagsmenn Eflingar. Það verður áhugavert að taka út þjónustuna á árinu 2020 m.t.t. áhrifa á fjölda styrkja úr fræðslusjóði og sjúkrasjóði, hvort umsóknum um styrki og/eða sjúkradagpeninga fjölgi eða fækki. Framfærsla við upphaf og lok þjónustu VIRK Framfærsla við upphaf Framfærsla við lok 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% 37% 16% 9% 13% 0% 4% 7% 15% 17% 6% 1% 23% 8% 12% 15% 9% 2% 4% Laun á vinnumarkaði Atvinnuleysisbætur Námslán Engar tekjur Fjárhagsaðstoð Sjúkrasjóður Endurhæfingarlífeyrir Örorkulífeyrir Annað 54% útskrifast fullstarfs- endurhæfðir Aldursdreifing 0% 10% 17% 24% 30% 18% <25 ára 25-34 ára 35-44 ára 45-54 ára 55-64 ára 64 ára>

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==