Ársskýrsla 2019-2020

METNAÐARFULLAR UMBÆTUR OG ÞJÓNUSTA 18 VÍÐFEÐM ÞJÓNUSTA Starfsmenn Kjaramálasviðs sinntu margvíslegum verkefnum í tengslum við beina kjarabaráttu félags- manna enda einkenndist starfsárið af harðri kjara­ baráttu bæði á almennum og opinberum vinnumark- aði. Af einstökum verkefnum tengdum kjarabar- áttunni má nefna upplýsingagjöf til félagsmanna og aðstoð við kosningar um verkfallsaðgerðir, t.d. í tengslum við kjarabaráttu hótelstarfsmanna og hóp- ferðabílstjóra á vormánuðum ársins 2019. Starfsmenn Kjaramálasviðs sinntu kennslu á trún- aðarmannanámskeiðum Eflingar, fluttu fyrirlestra á einstökum réttindanámskeiðum og sinntu fræðslu til ungs fólks í framhaldsskólum eins og sérfræðingar Eflingar hafa gert í áraraðir. Því til viðbótar tóku full- trúar sviðsins þátt í fræðsluátaki Félags- og þróunar- sviðs Eflingar í 9 framhaldskólum undir yfirskriftinni Ég læt ekki svindla á mér á haustmánuðum 2019. Hátt í 400 félagsmenn Eflingar sækja þjónustu til starfsmanna Kjaramálasviðs á skrifstofu stéttar­ ÁKjaramálasviði Eflingar starfa 10manns. Starfsmenn og sviðsstjóri höfðu í mörg horn að líta á liðnu starfs- ári. Þar bar hæst veigamikla vinnu að endurbótum á verklagi og samþættingu í svörun og aðgerðum í þágu félagsmanna. Á sviðinu starfa einstaklingar af þremur þjóðernum. Starfsmenn tala flestir tvö eða fleiri tungumál eins og pólsku, litháensku, spænsku, rússnesku og ensku svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur verið óskað aðstoðar annarra starfsmanna á skrifstofu Eflingar vegna þýðinga eftir þörfum og getu í túlkun til að veita sem best þjónustu fyrir sem flesta félagsmenn hverju sinni. Unnið var að endurbótum í skráningu mála og úrvinnslu þeirra í samræmi við ný persónuverndarlög sem tóku gildi í júlí 2018. Önnur verkefni sneru að verklagi starfsmanna af ýmsum toga, t.a.m. upp- setningu á stöðluðum bréfum til stofnana eins og Vinnumálastofnunar (VMST). Með sama hætti var innleitt nýtt fyrirkomulag við upplýsingagjöf og gagna- öflun. Fyrirkomulagið er þó ekki meitlað í stein heldur verður í stanslausri þróun í ljósi fjölbreyttra við- fangsefna sviðsins hverju sinni. KJARAMÁLASVIÐ

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==