Ársskýrsla 2019-2020

19 Á R S S K Ý R S L A E F L I N G A R 2 0 1 9 – 2 0 2 0 félagsins í hverjum mánuði. Einnig svara starfsmenn sviðsins yfir 300 tölvupóstum í hverjum mánuði í gegnum netfangið kjaramal@efling.is . Síðast en ekki síst nálgast félagsmenn ráðgjöf til starfsmanna Kjaramálasviðs í gegnum síma og fara símtöl vel yfir 1.000 símtöl í hverjum mánuði. Í gegnum þessar leiðir svara starfsmenn sviðsins fyrirspurnum félags- manna og veita þeim upplýsingar um réttindi þeirra og skyldur á vinnumarkaðnum. FYRIRVARALAUSAR UPPSAGNIR ÁBERANDI Margvísleg mál komu til kasta Kjaramálasviðs á starfsárinu. Þar er hægt að nefna 143 fyrirvaralausar uppsagnir sem flestar voru tengdar fyrirtækjum í gisti- og veitingaþjónustu. Margar þeirra enduðu í svokölluðu launakröfuferli, þ.e.a.s. að félagið þurfti að innheimta laun á uppsagnarfresti fyrir viðkom- andi félagsmann þar sem að hann fékk ekki vinnu hjá vinnuveitanda á uppsagnarfrestinum og var þar með ólöglega sagt upp störfum. Starfsmenn sviðsins sendu á annað hundrað bréf til forsvarsmanna fyrirtækja til að árétta kjarasamn- Málafjöldi á mánuði Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember 180 160 140 120 100 80 60 40 20 0 ingsbundinn réttindi eins og t.d. veikindarétt og orlofsrétt svo eitthvað sé nefnt. Félagið gerði hátt í 700 kröfur vegna þess að fyrir- tæki greiddu ekki rétt laun samkvæmt kjarasamn- ingum eða ráðningarsamningi. Hljóðuðu þessar kröfur upp á rúmlega 345 mkr. Meðal krafa hljóðar upp á 492.000 kr. sem jafngildir einum og hálfum mánaðalaunum fyrir um 700 einstaklinga á lág- markslaunum. Langflestar kröfurnar voru settar fram gagnvart aðilum í ferðaþjónustu, t.d. veitinga- húsum og gististöðum og annarri tengdri þjónustu. Lögmönnum félagsins voru falin 370 mál til frekari innheimtu og námu kröfur um launagreiðslur vegna þeirra tæplega 290 mkr. Fjöldi krafna að verðmæti um 80 mkr. voru vegna gjaldþrota fyrirtækja. Í þeim tilvikum er málum fylgt eftir til skiptastjóra og í fram- haldi af því ef að ekkert fæst úr þrotbúi er þeim vísað til Ábyrgðarsjóðs launa. Félagar í Eflingu eru hátt í 27.000. Starfsmenn Kjaramálasviðs aðstoðuðu tæplega 1.100 þeirra á árinu 2019. Félagsmenn eru af 56 þjóðernum og komu flest erindin frá félagsmönnum af íslenskum og pólskum uppruna.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==