Ársskýrsla 2019-2020

21 Á R S S K Ý R S L A E F L I N G A R 2 0 1 9 – 2 0 2 0 Með hliðsjón af baráttuvilja starfsmanna var efnt til undirskriftarsöfnunar meðal borgarstarfsmanna til að þrýsta á borgaryfirvöld að ganga til samninga. Trúnaðarmenn afhentu Degi B. Eggertssyni áskorun 900 starfsmanna af 120 vinnustöðum borgarinnar um að ganga til samninga við Eflingu þann 17. des- ember 2019. BORGIN ER Í OKKAR HÖNDUM Enn tóku starfsmenn sviðsins höndum saman við verkefni í tengslum við verkfallskosningu, miðlun upplýsinga, skipulagningu viðburða, daglegra funda með trúnaðarmönnum og verkfallsvörslu í verkfalls- aðgerðum Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg frá 17. febrúar til 10. mars síðastliðinn. Alls voru haldnir þrír samstöðu- og baráttufundir fyrir fullu húsi í Iðnó á tímabilinu. Efnt var til opins samningafund- ar, blaðamannafundar í Bragganum, mótmælastöðu við setningu Jafnréttisþings og samráðsfundar með borgarstarfsmönnum í Gamla bíói. Efnt var til kynningar- og auglýsingaherferðar undir yfirskriftinni Borgin er í okkar höndum til að fylgja eftir baráttu borgarstarfsmanna fyrir bættum kjörum. Í anda Eflingar var áhersla lögð á að leiða fram félags- menn í þeim tilgangi að varpa ljósi á aðstæður þeirra og kjör. Herferðin vakti mikla athygli, ekki hvað síst stutt myndbönd með frásögnum einstaklinga í sjón- varpi, samfélagsmiðlum og öðrum netmiðlum. Óhætt er að segja að framlag Félags- og þróunarsviðs hafi átt sinn þátt í því að skrifað var undir samning um markverðar kjarabætur til félagsmanna Eflingar hjá ríki þann 7. mars og Reykjavíkurborg þann 10. mars síðastliðinn. Með samningnum tókst að ná fram hækkun umfram svokallaða Lífskjarasamninga gagnvart allra lægstu launahópunum með áherslu á konur í sögulega vanmetnum kvennastörfum. Báðir samningar voru samþykktir með yfirgnæfandi fjölda greiddra atkvæða. COVID-19 HAMLAR AÐGERÐUM Eftir að gengið hafði verið frá samningum við Reykjavíkurborg fór Efling fram á samsvarandi kjara- bætur við SÍS fyrir hönd félagsmanna sinna í sam­ bærilegum störfum hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, í Hveragerði og Ölfusi. Kröfum Eflingar var ekki mætt af hálfu SÍS með þeim afleiðingum að efnt var til verkfallsaðgerða af hálfu Eflingar í sveitarfé- lögunum þann 9. mars. Starfsmenn félagamála fylgdu aðgerðunum eftir með aðstoð við félagsmenn um áskoranir til viðkomandi sveitarstjóra. Allt kom fyrir ekki með þeim afleiðingum að fresta varð verkföllum vegna Covid-19 faraldursins þann 25. mars. Eftir aðra vikulanga verkfallstörn í dvínandi Covid-faraldri var loks skrifað undir kjarasamninga við SÍS þann 10. maí síðastliðinn. 400 INNLIT Annir í kjarabaráttu hafa raskað áætlunum um heim- sóknir á vinnustaði og fjölgun trúnaðarmanna. Engu að síður náði fjöldi innlita starfsmanna félagamála á vinnustaði vegna verkfallskosninga, fræðslufunda og annarra erinda 400 á tímabilinu. Af þeim fólust 99 heimsóknir í aðstoð við trúnaðarmannakosningar, fræðslu og svörun fyrirspurna. Markmið flestra kosn- inganna var að kjósa nýjan trúnaðarmann til að fylla skarð fráfarandi trúnaðarmanns. Þó fjölgaði trúnað- armönnum frá fyrra ári sbr. meðfylgjandi töflu. FRAMSÆKNI Í MIÐLUN Efling hefur verið áberandi og oft leiðandi í opinberri umræðu um málefni launafólks. Þar hafa starfsmenn kynningarmála sviðsins gegnt veigamiklu hlutverki við að varpa ljósi á kjör félagsmanna, miðla upplýsingum út í samfélagið og til félagsmanna. Samhliða aukinni áherslu á samstarf innan sviðsins hafa starfsmenn lagt áherslu á aukið vægi stafrænnar miðlunar gagnvart hefðbundnu prentefni, samlegð í vinnslu efnis fyrir ólíka miðla og þýðingar á upplýsingarefni fyrir félags- menn af erlendum uppruna. TRÚNAÐARMENN ALLS 2019 2018 2017 278 264 226 KONUR KARLAR ÍSLENSKIR 164 153 135 114 111 91 223 188 13 ERLENDIR 55 63 38 PÓLSKIR 24 35 14 AÐRIR EVRÓPU UTAN EVRÓPU 29 20 14 2 8 3

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==