Ársskýrsla 2019-2020

22 Á R S S K Ý R S L A E F L I N G A R 2 0 1 9 – 2 0 2 0 Með hliðsjón af samfélagsbreytingum, auknum fjölda erlendra félagsmanna og endursendingum á Eflingarblaðinu var ákveðið að fækka tölublöðum úr 7 í 3. Breytingin felur í sér að gefið verður út orlofs- blað, fræðslublað og eitt almennt tölublað. Allt ritmál í blöðunum verður á íslensku og ensku til að ná til fjölmennari lesendahóps. Samhliða breytingunni var tekin ákvörðun um efna til átaks í að safna saman net- föngum. Átakið skilaði sér í ríflega 4.000 nýjum net- föngum til viðbótar við 7.000 fyrirliggjandi netföng. AUKIN GAGNVIRKNI Aukin áhersla á stafræna miðlun endurspeglast í sífellt mikilvægara hlutverki heimasíðu Eflingar í miðlun upplýsinga og gagnvirkum tengslum við félagsmenn, t.a.m. rafrænum kosningum og umsóknum ýmiss konar. Hvort tveggja skipti sköpum þegar loka þurfti fyrir komur á skrifstofu félagsins vegna Covid-19 faraldursins um miðjan mars. Dagleg innlit á síðuna eru milli 1.000 og 5.000 talsins en daglegar flettingar 5.000 til 20.000. Með sama hætti hafa vaxandi samskipti farið fram í gegnum facebook-síðu Eflingar. Þar geta félagsmenn ekki aðeins nálgast upplýsingar og fréttir um starfsemi stéttarfélagsins heldur fengið svör við fyrirspurnum og tekið þátt í skoðanaskiptum í umræðuhópum. Áhersla hefur verið lögð á að streyma viðburðum í gegnum síðuna. Þessi líflegi vettvangur á sannarlega framtíð- ina fyrir sér eins og merkja má af því að fylgjendum síðunnar fjölgaði um 2.000 talsins á tímabilinu frá apríl 2019 til apríl 2020 og eru orðnir 5.300 talsins Átak var gert í myndatökum af Eflingarfélögum við störf sín á ólíkum vettvangi. Þá var fest kaup á hug- búnaðinum Fotoware til að vista nýjar og gamlar myndir í eigu Eflingar. FÉLAGAR Í FORGRUNNI Hlaðvarpið Radíó Efling tók til starfa á árinu. Eins og vinsæl myndbönd um veruleika Eflingarfólks hefur hlaðvarpið gegnt mikilvægu hlutverki í að láta raddir félagsmanna hljóma úti í samfélaginu og fjalla um samfélagsleg málefni út frá þeirra sjónarhóli. Þá var stofnuð Instagram-síða Eflingar í byrjun ársins. Öllum þessum miðlum er stýrt af nýstofnaðri, sameiginlegri ritstjórn sviðsins. Með hliðsjón af því að ríflega helmingur félagsmanna Eflingar er af erlendum uppruna hefur áhersla verið lögð á þýðingar upplýsingaefnis á erlend tungumál. Nú er efni á heimasíðu og facebook-síðu Eflingar nánast undantekningalaust birt á íslensku, ensku og pólsku. Stundum hefur verið gengið lengra með þýðingum yfir á spænsku, litháísku og rússnesku. Þá hefur greining verið gerð á bæklingum í því augnmiði að uppfæra upplýsingar og tryggja að efni bæklinga sé útgefið á þremur tungumálum. NÁMSKEIÐ OG FRÆÐSLUSTYRKIR TIL STOFNANA Eflingarfélagar sóttu sér menntun og fræðslu af krafti árinu. Einnig voru forsvarsmenn stofnana og fyrirtækja duglegir að bjóða starfsfólki sínu upp á fjölbreytta fræðslu. Sex stofnanir fóru í náms- og kynnisferðir með 47 félaga í Eflingu á árinu. Stofnanir sóttu um styrki til að fjármagna 110 námskeið fyrir samtals 1.577 félaga. Eflingarfólk í Flóamenntar, starfsfólk ríkis og hjúkrunarheimila, var duglegt að sækja íslenskunám á vegum vinnustaðarins og fóru starfsmenn Landspítalans þar fremstir í flokki. Stofnanir Reykjavíkurborgar sækja aðallega um styrki vegna sérhæfðrar fræðslu fyrir starfsfólk. Fræðslan snýst m.a. um umönnun barna með sértækar grein- ingar og öryggismál. Kjarninn í félagastarfi Eflingar snýr að trúnaðarmönn- um og er áhersla lögð á fræðslu til þeirra á sérstökum námskeiðum. Þar er m.a. farið yfir skyldur trúnaðar­ manna, gerð kjarasamninga,  vinnueftirlit, vinnuvernd, sjálfstyrkingu, helstu hugtökum hagfræðinnar, starf og hlutverk verkalýðshreyfingarinnar og lestur launa- seðla. Félagsmálaskóli Alþýðu sér um námskeiðin með Eflingu. Á árinu sótti 131 trúnaðarmaður námskeið hjá Eflingu, þar af 92 fyrsta trúnaðarmannanámskeiðið af fjórum. E F L I N G R A D Í Ó

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==