Ársskýrsla 2019-2020

21 Á R S S K Ý R S L A E F L I N G A R 2 0 1 9 – 2 0 2 0 Áfram njóta fagnámskeið Eflingar vinsælda, hvort heldur um er að ræða umönnunar-, leikskóla- eða matartækninámskeið. Haldin voru 9 slík námskeið og sóttu þau 109 félagar. Alls voru haldin 5 starflokanámskeið og 6 önnur styttri námskeið, m.a. skyndihjálparnámskeið, námskeið um sjálfstyrkingu og hið sívinsæla námskeið um réttindi og skyldur þar sem oftar en ekki er húsfylli. FRÆÐSLUÁTAK Í FRAMHALDSSKÓLUM Fræðslustarf Eflingar var með hefðbundnu sniði á árinu ef frá eru taldar breytingar á trúnaðarmanna- námskeiðum. Innihald námskeiðanna var uppfært og fyrirkomulaginu breytt ásamt því að ákveðið var að halda námskeiðin á íslensku og ensku. Starfsmenn sviðsins tóku höndum saman um fræðslu- átak í framhaldsskólum undir yfirskriftinni Ég læt ekki svindla á mér. Alls þáðu 9 framhaldsskólar boðið auk þess að fræðsluefni var birt á miðlum Eflingar. Efnt var til opins fyrirlestrar þar sem hagfræðingarnir Alexander Guschanski og Rafael Wildauer, lektorar við Greenwhich háskóla, fjölluðu um jákvæð og mis- munandi efnahagsleg áhrif jöfnuðar í september. Þá voru árlegir viðburðir á borð við jólaballið, jólamark- að, kaffiboð eldri borgara, 1. maí kaffið og dagsferð á sínum stað. SVINDL á mér! A Ég læt ekki Segjum NEI við launaþjófnaði

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==