Ársskýrsla 2019-2020

29 Á R S S K Ý R S L A E F L I N G A R 2 0 1 9 – 2 0 2 0 Rekstrarkostnaður sjóðsins á árinu 2019 nam 937 millj. kr. en af því námu launagreiðslur 582 millj. kr. Starfsmenn sjóðsins voru 40 í árslok 2019 samanborið við 38 starfsmenn í lok árs 2018. Stöðugildi voru 39,6 á árinu 2019 og hafði fjölgað um 4,4 milli ára. ÖRORKULÍFEYRIR Örorkulífeyrisgreiðslur eru sem fyrr hátt hlutfall lífeyr- isgreiðslna sjóðsins og með því hæsta sem þekkist hjá íslenskum lífeyrissjóðum. Til þess að jafna stöðu lífeyr- issjóða vegna mismunandi örorkubyrði hafa lífeyris- sjóðir fengið úthlutað framlagi frá ríkinu sem greiðist af tryggingagjaldi. Gildi hefur nýtt framlagið til þess að hækka réttindi lífeyrisþega og greiðandi sjóðfélaga. Framlagið nam rúmlega 1.859 millj. kr. á árinu 2019 og voru réttindi hækkuð um 4% á grundvelli þeirra. TRYGGINGAFRÆÐILEG ÚTTEKT Tryggingafræðileg úttekt var gerð á stöðu sam- tryggingardeildar sjóðsins miðað við árslok 2019. Samkvæmt henni voru eignir sjóðsins 40.919 millj. kr. hærri en áunnin réttindi sjóðfélaga. Þegar tekið er tillit til áætlaðra framtíðariðgjalda eru eignir sjóðsins 40.298 millj. kr. hærri en heildarskuldbindingar í árslok. Heildarstaða sjóðsins er því jákvæð um 3,7% í árslok 2019 og hafði batnað um 4,8% milli ára. SJÓÐFÉLAGALÁN Árið 2019 veitti sjóðurinn alls 1.272 ný sjóðfélagalán að fjárhæð 20.557 millj. kr. Um lítils háttar fækkun er að ræða í fjölda lána og heildar lánsupphæðin lækkar jafnframt, en árið áður voru veitt 1.359 lán að upphæð 22.012 millj.kr. Árin þar á undan höfðu lánveitingar aukist jafnt og þétt og í því sambandi má nefna að árið 2014 veitti sjóðurinn 141 lán að upphæð 1.500 millj. kr. Gildi lækkaði hámarksveðhlutfall sjóðfélagalána úr 75% í 70% frá og með áramótunum 2018/2019. Sjóðurinn breytti lánareglum um miðjan desember 2019 og setti 60 millj. kr. hámark á þá upphæð lánuð er, en ekkert hámark var á lánsfjárhæð áður. ÓVISSA VEGNA COVIC-19 Í samfélaginu ríkir nú fordæmalaust ástand og ekki er útséð hver áhrifin verða bæði til skamms tíma og til framtíðar. Þegar liggur fyrir að fjölmörg fyrirtæki og nánast allir markaðir hafa orðið fyrir höggi sem óhjá- kvæmilega hefur áhrif á fjárfesti á borð við Gildi. Það er huggun harmi gegn að Gildi er að koma út úr einu besta rekstrarári í sögu sjóðsins og hefur því meira borð fyrir báru til að takast á við ástandið en ella hefði verið. STEFNUR OG SAMÞYKKTIR Í samþykktum Gildis er meðal annars að finna reglur um hlutverk, tilgang og starfsemi sjóðsins. Einnig er þar fjallað um réttindi sjóðfélaga og skyldur, skipan og umboð stjórnar sem og ársfund. Samþykktum sjóðsins var breytt á ársfundi 2019 og tóku þær gildi 1. júlí 2019 eftir staðfestingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Starfsfólk Gildis starfar í samræmi við samþykkt- ir sjóðsins en einnig eftir skýrt mörkuðum stefnum þar sem markaðar eru áherslur sjóðsins í málum á borð við fjárfestingar, áhættusækni, samskipti við hluthafa, starfskjör starfsfólks, persónuvernd og fleira. Allar stefnur sjóðsins eru rýndar reglulega og þeim breytt þegar þörf þykir á. Fjárfestingarstefna sjóðsins er endurnýjuð árlega og var nýjasta útgáfa hennar sam- þykkt af stjórn 28. nóvember 2019. Starfsmannastefna sjóðsins var endurskoðuð á árinu og ný útgáfa af henni samþykkt á stjórnarfundi 14. nóvember 2019. Á sama fundi var samþykkt ný jafnlaunastefna fyrir sjóðinn. Aðrar stefnur sem Gildi starfar eftir tóku ekki breyting- um á árinu 2019. Þær eru áhættustefna, stefna um ábyrgar fjárfestingar, hluthafastefna, starfs kjarastefna og persónuverndarstefna. Samþykktir sjóðsins og allar stefnur hans má nálgast í heild á heimasíðu Gildis.  JAFNLAUNAVOTTUN Gildi hlaut 16. desember 2019 vottun um að nýtt jafn- launakerfi sjóðsins standist jafnlaunastaðalinn ÍST 85:2012. Við smíði og innleiðingu á nýju jafnlauna- kerfi mældist nánast enginn kynbundinn launamunur innan Gildis og langt innan við þau 2,5% viðmið sem sjóðurinn hefur sett sér. Sjóðurinn setti sér í tengslum við innleiðingu á jafnlaunakerfinu nýja jafnlaunastefnu þar sem áherslur sjóðsins í jafnlaunamálum eru raktar. Með jafnlaunakerfinu er staðfestur sá vilji stjórnenda Gildis að skapa starfsfólki jöfn tækifæri og heilbrigt, öruggt og hvetjandi vinnuumhverfi. Mismunun er ekki liðin á grundvelli kynferðis, kynþáttar, trúar, aldurs, eða uppruna. Sjóðurinn líður ekki einelti, ofbeldi eða áreitni af nokkrum toga. Framangreind atriði eru árétt- uð í starfsmannastefnu sjóðsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==