Ársskýrsla 2019-2020

28 Hjá samtryggingardeild voru ellilífeyrisþegar 11.182, örorkulífeyrisþegar 5.268, makalífeyrisþegar 953 og 158 fengu greiddan barnalífeyri. Heildarfjöldi lífeyris- þega var 24.550.  Á árinu 2019 greiddi 6.431 launagreiðandi iðgjöld til sjóðsins fyrir 54.679 sjóðfélaga og námu iðgjalda- greiðslur samtals 30.296 millj. kr. Sjóðfélagar með réttindi í samtryggingardeild voru 242.048 í árslok og rétthafar í séreignardeild sjóðsins 36.630. Þar af áttu 748 sjóðfélagar rétt í tilgreindri séreign. EIGNIR OG REKSTRARKOSTNAÐUR Gildi-lífeyrissjóður skiptist í þrjár deildir; sam- tryggingardeild, séreignardeild og tilgreinda séreignar- deild. Hrein eign samtryggingardeildar til greiðslu lífeyris nam 655.385 millj. kr. í árslok 2019 og hækkaði á árinu um 99.062 millj. kr. en hrein eign séreignar- deildar nam 5.422 millj. kr. í árslok 2019. Tilgreind séreignardeild var stofnuð 1. júlí 2017 og nam hrein eign hennar í lok ársins samtals 263 millj. kr. Innan tilgreindrar séreignardeildar eru þrjár ávöxtunarleiðir sem eru þær sömu og í séreignardeild sjóðsins. STARFSEMI GILDIS-LÍFEYRISSJÓÐS Á ÁRINU 2019 Árið 2019 var hagstætt í rekstri Gildis lífeyrissjóðs en bæði innlend og erlend hlutabréf hækkuðu í verði, þróun á skuldabréfamörkuðum var hagstæð og við bættist nokkuð hagstæð gengisþróun. Vegna þessa nam raunávöxtun samtryggingardeildar 12,1% á árinu 2019, en leita þarf aftur til ársins 2005 til að finna betri afkomu. Lífeyrisgreiðslur sjóðsins á árinu 2019 námu alls 17.716 millj. kr., en voru 16.293 millj. kr. árið 2018. Ellilífeyrir nam 11.333 millj. kr., örorkulífeyrir 5.271 millj. kr., makalífeyrir 954 millj. kr. og barnalífeyrir 158 millj. kr. Hrein nafn- og raunávöxtun Samtryggingardeild 15,1% 12,1% Framtíðarsýn 1 13,7% 10,1% Framtíðarsýn 2 10,8% 7,9% Framtíðarsýn 3 4,3% 1,6% HREIN NAFNÁVÖXTUN HREIN RAUNÁVÖXTUN GILDI-LÍFEYRISSJÓÐUR 2019

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==