Ársskýrsla 2019-2020

27 Á R S S K Ý R S L A E F L I N G A R 2 0 1 9 – 2 0 2 0 Fjölbreytt þjónusta Í dag er 54 orlofshús í eigu Eflingar en verða 66 þegar nýtt hverfi í Stóra Fljóti er fullbyggt svo augljóst má vera að sú viðbót er mikil og mun breyta verulega miklu um það að mæta þörfum félagsmanna. Síaukin eftirspurn er eftir orlofsdvöl meðal félgsmanna og ekkert annað að sjá en svo verði áfram. Þá er einnig mikil aukning á leigu húsa yfir vetrartímann og má segja að húsin séu nánast fullnýtt allt árið eins og staðan er nú. Orlofssjóður býður einnig upp á ýmsa aðra þjónustu og eru ferðaávísanir sem gilda sem niðurgreiðsla hjá ferðaskrifstofum afar eftirsóttar. Orlofssjóður hefur einnig niðurgreitt gistingu hjá innlendum aðilum og einnig ýmislegt annað ferðatengt svo sem leigu á ferðavögnum. Þá njóta Útilegu- og Veiðikortið vinsælda enda seld til félagsmanna með verulegum afslætti. Eins og undanfarin ár voru farnar tvær dagsferðir í lok sumars. Löng hefð er fyrir þessum ferðum og margir fastagestir. Að þessu sinni var farið um upp- sveitir Árnessýslu og helstu náttúruperlur skoðaðar. Þátttaka var góð eða alls um 130 manns. Reynt hefur verið að hvetja yngri félagsmenn og barnafólk til þátttöku og er það farið að bera árangur. Að venju var svo deginum lokað með veglegu súpuhlaðborði og var mikil ánægja meðal ferðalanga með góða daga. ÁTAK Í UPPBYGGINGU OG FJÖLGUN ORLOFSHÚSA Líðandi starfsár hefur verið með óvenjulegu sniði á margan hátt hvað framkvæmdir og breytingar á eignasafni Orlofssjóðs varðar. Stjórn Orlofssjóðs svo og stjórn Eflingar tóku þá stefnumarkandi og ánægjulegu ákvörðun að bæta verulega við fram- boð orlofshúsa og einnig að draga úr leigu húsa af öðrum aðilum en þess í stað að kaupa eignir á eftir- sóttum stöðum þar sem Efling hefur áður leigt hús. Þannig voru keypt hús í Stykkishólmi, Hólmavík og á Hellishólum í Fljótshlíð og er verið að skoða enn fleiri möguleika. Þetta er metnaðarfullt markmið og í fullu samræmi við þann tilgang orlofssjóða stéttar- félaganna, að bjóða félagsmönnum sínum ódýra og góða orlofsmöguleika. Rísandi orlofshúsabyggð Stærsta einstaka verkefnið felur í sér framkvæmdir við nýtt orlofshúsahverfi Eflingar í Stóra Fljóti við Reykholt í Bláskógabyggð. Þar verður í lok þessa árs búið að reisa öll 12 húsin sem fyrirhuguð eru í þeim byggðakjarna. Fyrri áfangi verkefnisins er nú á loka- metrunum og vonir standa til að 6 hús verði komin í notkun síðsumars. Þessi metnaðarfulla og stóra framkvæmd mun breyta landslagi orlofsmála hjá Eflingu mikið og má segja að þungamiðjan í starfsemi Orlofssjóðs verði í fram- tíðinni á Suðurlandi. Staðsetningin er einstök með tilliti til þjónustu í næsta nágrenni og náttúrufegurðar á svæðinu. Þá er augljóst að með þessari miklu fjölgun á orlofseignum kemur Efling verulega til móts við sívax- andi eftirspurn félagsmanna eftir orlofsdvöl. Reyndin hefur verið sú að á mestu álagstímum hefur aðeins verið hægt að verða við óskum hluta félagsmanna þótt ótrúlega margir fái einhverja úrlausn. Aðrar framkvæmdir eru vitanlega í gangi allan ársins hring. Á síðasta ári er helst til að telja að mjög veigamiklar breytingar og lagfæringar voru gerðar á orlofshúsum í Svignaskarði, Ölfusborgum og í Hvammi í Skorradal. Segja má að daglegt eftirlit, viðhald og umhirða sé þó kjarninn í rekstri húsanna.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==