Ársskýrsla 2019-2020

ÖFLUGT UTANUMHALD 26 REKSTRARSVIÐ Í fyrra var í fyrsta sinn í starfsemi félagsins unnin rekstraráætlun sem gengur þvert á alla sjóði og svið félagsins. Slík vinna er á allan hátt holl fyrir félag- ið og markar nýtt viðmið í fjármálum félagsins til framtíðar. Á Rekstrarsviði eru þrír starfsmenn. Óskar Örn Ágústsson fjármálastjóri, Sveinn Ingvason forstöðu- maður orlofseigna og eignaumsýslu og Þuríður Gísladóttir bókari. Sviðið vinnur í nánu samstarfi við öll önnur svið Eflingar og hefur einhvern snertiflöt við hvern ein- asta starfsmann félagsins. Rekstrarsvið er stoðsvið við önnur svið félagsins og styður við innra starf þess. Það annast rekstur og fjármál, bókhald, launamál, áætlanagerð og rekstur og umsjón orlofshúsa. Hlutverk sviðsins er með öðrum orðum að sjá til þess að reikningar og styrkir séu tímanlega greidd- ir, til sé nægt handbært fé til greiðslu reikninga og styrkja, ávöxtun fjármuna sé í góð, rekstur og viðhald orlofshúsa sé í lagi, réttar upplýsingar séu settar inn í bókhald félagsins og að stjórn og stjórn- endar fái áreiðanlegar upplýsingar um fjárhags- stöðu þess eins fljótt og verða má.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==