Ársskýrsla 2019-2020

34 EIGIÐ FÉ Eiginfjárstaða Eflingar er sterk, eignir félagsins eru að mestu leyti bundnar í traustum skuldabréfum, bundnum bankainnstæðum, orlofshúsum, fasteign- um og lóðum. Heildareignir félagsins eru rúmir 13,5 milljarðar króna. Skuldir nema 368 milljónum króna og er eigið fé félagsins því tæpir 13,2 milljarðar króna í árslok 2019. FÉLAGSMENN Greiðandi félagsmenn á árinu 2019 voru 41.195 eða 1.942 færri en árið áður. Af þessum voru 23.123 karlar og 18.072 konur. Þar sem sumir greiða einungis hluta úr ári reiknast meðalfjöldi þeirra sem greiddu til efl- ingar á árinu 27.828. LAUNAGREIÐENDUR Fjöldi launagreiðenda sem greiða í félagið fyrir starfs- menn sína heldur áfram að fjölga milli ára og voru þeir samtals 3.467 á árinu 2019 samanborið við 3.427 árið áður. Ársreikningur Eflingar samanstendur af samstæðu- reikningi átta sjóða Eflingar en þeir eru: Félags­ sjóður, Vinnudeilusjóður, Fræðslusjóður, Sjúkra­ sjóður, Fjölskyldu- og styrktarsjóður, Styrktarsjóður, Endurhæfingarsjóður og Orlofssjóður. Samstæðu­ reikningurinn er fremst í ársreikningnum en yfirlit sjóðanna átta eru í töflum aftar í reikningnum. REKSTUR OG AFKOMA Afkoma ársins 2019 var á heildina litið í jafnvægi. Iðgjaldatekjur hækkuðu milli ára um 2,3% og námu 2,3 milljörðum króna. Rekstrargjöld hækka einnig milli ára eða um 16,5% og munar þar mest um hækk- un á útgreiddum bótum og styrkjum um 135 milljónir króna. Tekjur umfram gjöld fyrir fjármagnsliði nema 24 milljónum samanborið við 348 milljónir árið á undan. Fjármagnsliðir ársins voru 516 milljónir árið 2019 samanborið við 505 milljónir árið á undan. Afkoma ársins nam 540 milljónum króna samanborið við 853 milljónir árið á undan. Nafnávöxtun eigin fjár var 3,5% á árinu 2019 og hrein raunávöxtun ársins 0,8%. FJÁRHAGUR EFLINGAR 2019

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==