Ársskýrsla 2019-2020

35 Á R S S K Ý R S L A E F L I N G A R 2 0 1 9 – 2 0 2 0 STYRKTARSJÓÐUR Iðgjöld Styrktarsjóðs er 5% framlag af innheimtum iðgjöldum úr Sjúkrasjóði og Fjölskyldu- og styrktar- sjóði. Bætur og styrkir úr sjóðnum árið 2019 námu 69% af iðgjaldatekjum en námu 46% árið á undan. Eigið fé Styrktarsjóðs nam 192 milljónum króna í árs- lok 2019 og jókst um 9,3% frá upphafi ársins. ENDURHÆFINGARSJÓÐUR Rekstur þessarar deildar hjá Eflingu er ein af lykilstoð- um í því stóra verkefni að draga úr örorkubyrði meðal félagsmanna. Aðsókn vegna starfsendurhæfingar hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og eru líkur á að þessi starfsemi geti dregið úr útgreiðslum úr sjúkrasjóðum og lífeyrissjóðum. Deild þessi er ekki rekin með sjóðsöfnun í huga. ORLOFSSJÓÐUR Umsamin iðgjöld Orlofssjóðs er 0,25% - 0,33% framlag launagreiðenda. Auk þess hefur Orlofssjóður tekjur af útleigu orlofshúsa. Eigið fé Orlofssjóðs sem er að stórum hluta bundið í orlofshúsum og orlofsbyggðum nemur 1,8 milljarði króna í árslok 2019 og jókst um 3,1% frá upphafi ársins. FÉLAGSSJÓÐUR Iðgjöld Félagssjóðs eru 0,7% af öllum launum. Af þeim iðgjöldum renna 15% í Vinnudeilusjóð og 6% í Fræðslusjóð. Eigið fé Félagssjóðs nam rúmum 2,3 milljörðum króna í árslok 2019 og jókst um 2% frá upphafi ársins. VINNUDEILUSJÓÐUR Í Vinnudeilusjóð renna 15% af iðgjöldum Félagssjóðs og má því segja að 0,1% af öllum launum renni í hann. Eigið fé Vinnudeilusjóðs nam rúmum 3 milljörðum króna í árslok 2019 og jókst um 7,3% frá upphafi ársins. FRÆÐSLUSJÓÐUR Í Fræðslusjóð renna 6% af innheimtum iðgjöldum Félagssjóðs og má því segja að 0,04% af öllum launum renni í hann. Eigið fé Fræðslusjóðs nam tæpum 202 milljónum króna í árslok 2019 og lækkaði um 2,1% frá upphafi ársins. SJÚKRASJÓÐUR Umsamin iðgjöld í Sjúkrasjóð eru 1% framlag launa- greiðenda. Hlutfall bóta af iðgjaldatekjum var 97% árið 2019 og jókst þetta hlutfall umtalsvert frá fyrra ári þegar það var tæp 89%. Þetta hlutfall var 75% árið 2017. Eigið fé Sjúkrasjóðs nam 5,4 milljörðum í árslok 2019 og hafði aukist um 3% frá upphafi ársins. FJÖLSKYLDU- OG STYRKTARSJÓÐUR Umsamin iðgjöld Fjölskyldu- og styrktarsjóðs eru 0,75% framlag launagreiðenda. Bætur voru hærri en iðgjöld í fyrra en bætur voru 97% af iðgjöldum árið áður og 87% árið 2017. Eigið fé Fjölskyldu- og styrktarsjóðs nam 254 milljón- um króna 2019 og hafði lækkað um 7,5% frá upphafi ársins.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==