Fræðslublað Eflingar

Af hverju ákvaðstu að gefa kost á þér sem trúnaðarmaður? Ég vissi að sú sem var trúnaðarmaður á undan mér vildi hætta. Ég vissi líka að það myndi enginn bjóða sig fram. Ég hef verið viðriðin verkalýðsmál lengi svo ég bara ákvað að taka þetta að mér. Hvernig hefur þessi tími verið? Eftir að ég tók við er bæði búið að vera verkfall og svo kom upp Covid svo það hefur ýmislegt gengið á. Ég pass- aði vel upp á að halda upplýsingaflæðinu góðu í öllu þessu. Við erum með virka facebooksíðu og ég notaði hana alveg grimmt og dældi inn upplýsingum þangað. Ef það var kosn- ing um eitthvað þá setti ég inn hlekkinn og leiðbeiningar og allt svoleiðis. Getur trúnaðarmaður haft raunveruleg áhrif? Já! Ég sat til dæmis í samninganefnd Eflingar gegn SÍS sem var frábært. Ég mætti á alla fundi hjá ríkissáttasemjara. Við vorum tvær úr heimaþjónustunni og við reiknuðum allar tillögur sem komu á borð til okkar út frá okkar launaflokki - hvernig myndi þetta koma út fyrir okkur. Þannig að við vorum þarna í aðstöðu til að hafa raunveruleg áhrif. Hvernig fannst þér trúnaðarmannanámskeið II sem þú kláraðir fyrir stuttu? Mjög gott og mjög vel skipulagt. Þetta er frábært framhald af fyrsta námskeiði. Svona fyrir lengra komna. Hvað hefur komið þér mest á óvart á námskeiðinu? Hvað það er vel hugsað um okkur félagsmenn! Af því maður getur hringt út af öllu og fengið aðstoð hjá Eflingu. Af hverju finnst þér mikilvægt að það sé trúnaðarmaður á hverjum vinnustað? Það er fullt af atvinnurekendum sem misnotar starfsfólkið sitt. Eins og núna þegar Covid kom upp. Það er margt fólk, sérstaklega útlendingar sem eru í vinnu einhvers staðar og ekki með neina tengingu við stéttarfélagið sitt og vita því lítið um sín réttindi. Það er líka mikilvægt að halda atvinnu- rekendum á tánum. Því atvinnurekendur eru alltaf að reyna að komast upp með eitthvað sem þeir ekki mega. En auðvit- að ekki allir! Ég ætla ekki að setja alla undir sama hatt! Fríða Hammer Trúnaðarmaður í heimaþjónustunni í Kópavogi Union representative and home care worker in Kópavogur Why did you run for union rep? I knew the previous rep wanted to quit. I also knew nobody else was running. I’ve been connected with labour issues for a long time so I decided to do it. How has it been? Since I began we’ve been on strike, and had covid, so many things have happened. I took care to keep the information flow up this whole time. We have an active Facebook page and I used it a lot, pumped information through there. When we had votes I put links and info there and so on. Can a union rep effect real change? Yes! I was on the negotiation committee of Efling in the talks with SÍS, which was great. I attended all the meetings at the state mediator. There were two of us from home care and we calculated all the proposals, to see how they’d work for us. So we were in a position to have real influence. How did you like the union representative course number 2, which you finished recently? It was very good and well organized. It’s a great continuation of the first one, you know, for those further along. What has surprised you the most in this course? How well the membership is taken care of! You can call because of anything and get assistance from Efling. Why do you think it’s important to have a union rep in every workplace? There are many employers who abuse heir staff. For example now in covid. There are many people, especially from abroad, who are working but have no connection with their union and don’t know much about their rights. It is also important to keep employers on their toes, because employers alwa- ys try to get away with stuff they’re not allowed to do. Of course not everyone! I’m not trying to put all of them in the same bucket! FRÆÐSLUBLAÐ EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS 11

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==