Efling Ársskýrsla 2019

15 ÁRANGUR STARFSENDURHÆFINGAR HJÁ EFLINGU Frá upphafi hafa ráðgjafar VIRK hjá Eflingu útskrifað 54% af sínum þjónustuþegum, tilbúna til að fara út á vinnumarkað, í vinnu eða lánshæft nám. Undanfarin þrjú ár hefur þessi tala verið 54–56%, þó hún hafi verið 56% í fyrra. Svipaða sögu er að segja um þá sem útskrif- ast á örorku, árið 2018 voru það 16%, en í fyrra 18%. Þeir einstaklingar sem útskrifast í lánshæft nám telja 4%. Þessir einstaklingar koma inn í þjónustu og ná að setja sér markmið um nýja framtíðarsýn og fá stuðning við að fylgja þeim eftir. Því miður er það þannig að ekki tekst að endurhæfa alla einstaklinga sem sækja þjónustu VIRK. Fyrir því eru margvíslegar ástæður. Stundum er niðurstaðan sú, að einstaklingi er betur borgið í öðrum úrræðum á vegum heilbrigðiskerfisins og er þá vísað þangað eða í önnur viðeigandi úrræði. Mikilvægt er að einstaklingar fái viðeigandi þjónustu miðað við þörf hverju sinni. Þó svo að starfsendurhæfing beri ekki árangur í fyrsta skipti, er ekkert því til fyrirstöðu að koma aftur inn í þjónustu VIRK um leið og aðstæður breytast og ljóst þykir að þjónusta VIRK sé viðeigandi og það sé raun- hæft að láta reyna á starfsendurhæfingu. VERKEFNI Í STARFSENDURHÆFINGU Á STARFSÁRINU Atvinnutenglar VIRK Atvinnulífstenglar VIRK eru starfsmenn skrifstofu VIRK og taka við einstaklingum sem eru að ljúka ferli í starfsendurhæfingu en þurfa stuðning við að finna viðeigandi starfsvettvang vegna skertrar starfsgetu. Tilgangurinn er að efla samstarf VIRK við fyrirtæki og stofnanir um allt land með það að markmiði að tryggja einstaklingum í starfsendurhæfingu, farsæla endur- komu á vinnumarkað. Á R S S K Ý R S L A E F L I N G A R 2 0 1 8 – 2 0 1 9 Mynd 2. Aldursdreifing einstaklinga sem hafa leitað til VIRK ráðgjafa Eflingar. Aldursdreifing <25 25-34 35-44 45-54 55-64 25% 20% 15% 0 10% 5% 30% 0% 17% 18% 30% 25% 10% 65> 35% Mynd 3. Framfærsla við upphaf og lok þjónustu allra einstaklinga sem hafa verið í þjónustu VIRK ráðgjafa hjá Eflingu 15% 10% 5% 0 20% Framfærsla við upphaf og lok allra þjónustuþega hjá Eflingu – Sýnt sem hlutfall stöðugilda 25% 30% Á launum 8% 11% 35% 40% 16% 36% 9% 14% 0% 4% 15% 7% 6% 16% 1% 24% 8% 11% 2% 4% Atvinnuleysisbætur Námslán Engar tekjur Fjárhagsaðstoð Sjúkrasjóður Endurhæfingarlífeyrir Örorkulífeyrir Annað Við upphaf Við lok Fyrirtækin undirrita samstarfsyfirlýsingu þar sem eru tilgreindir sérstakir tengiliðir annars vegar frá fyrir­ tækinu og hins vegar hjá VIRK. Þannig er hægt að tryggja góð samskipti og auðvelda alla vinnu í tengslum við ferlið þegar leitað er að réttum einstaklingi á hvern vinnustað eða í verkefni sem fyrirtæki leitast eftir að ráða í. Oftast er byrjað í hlutastarfi fyrstu 4–6 vikurnar þar sem atvinnuþátttakan er síðan aukin jafnt og þétt. Horft til framtíðar Undanfarin ár hafa ráðgjafar VIRK hjá Eflingu ekki farið varhluta af því að einstaklingum á aldrinum 18– 29 ára (ungt fólk) hefur fjölgað mikið í þjónustu. Þetta er áhyggjuefni alls samfélagsins og mikilvægt að fara í þarfagreiningu á orsökum, svo hægt sé að bregðast við með viðeigandi hætti og með öllum tiltækum ráðum. Mikið álag og streita almennt, er annað málefni sem hefur verið mikið í umfjöllun á síðasta ári og hefur orðið til þess að einstaklingar á miðjum aldri eru að detta út af vinnumarkaði. VelVirk er verkefni sem VIRK setti m.a. á laggirnar og hefur vakið verðskuld- aða athygli. Þar er áhersla á forvarnir og fræðslu um það hvað einstaklingar geta gert til að minnka streitu í starfi og leik. Starf VelVirk hefur m.a. skilað sér í sam- starfsverkefni á vegum Landlæknisembættis og fleiri stofnana. Mikilvægt er að leggja áherslu á forvarnir í ört breytilegu umhverfi okkar samfélags og að aðstoða einstaklinga í að auka færni sína til sjálfshjálpar. Fyrir þá einstaklinga sem þurfa aðstoð fagaðila, er mikilvægt að velferðarkerfi, heilbrigðiskerfi og önnur þjónusta fagaðila sé aðgengileg og til staðar á þeim tímapunkti sem einstaklingar þurfa á að halda.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==