Efling Ársskýrsla 2019

17 Á R S S K Ý R S L A E F L I N G A R 2 0 1 8 – 2 0 1 9 Stór hluti styrkja fer í formlega skólakerfið eða 64 % af fjölda einstaklingsstyrkja sem er aukning um 11% frá árinu 2017. Af þeim félagsmönnum af erlendum upp- runa sem nýttu sér einstaklingsstyrki sína 2018 nýttu 62% þeirra þá til íslenskunáms. Það er aukning um 9% frá árinu 2017. Hægt er að fá styrki til íslenskunáms eftir að hafa greitt einungis í mánuð til félagsins. FRÆÐSLUSJÓÐIR EFLINGAR Fræðslusjóðir félagsins eru fimm talsins: Fræðslusjóður Eflingar, Starfsafl, Flóamennt, Starfs­ menntasjóður Eflingar og Reykjavíkurborgar og Starfs­ menntasjóður Eflingar, Kópavogs og Seltjarnarness. Allir sjóðirnir standa vel og eiga þó nokkurn höfuðstól til að byggja starfsemi sína á. FRÆÐSLUSJÓÐIR Á OPINBERA MARKAÐNUM Á árinu 2018 voru veitt alls 105 styrkloforð til stofnana á opinbera sviðinu sem er 11% fækkun frá því sem var frá árinu 2017. Alls fengu rúmlega 1400 félagsmenn fræðslu á sínum vinnustað. Starfsmenntasjóðirnir hafa styrkt margskonar fræðslu stofnanna á árinu. Ýmis öryggisnámskeið eins og skyndihjálp og eldvarnir voru áberandi, samskipta- námskeið, styrkir vegna ráðstefna, náms- og kynnis- ferða auk ýmissa fræðsluerinda er snúa að starfsemi hverrar stofnunar fyrir sig. Þarfagreiningar fræðslu og eigin fræðsla stofnana Stofnanir og deildir hafa nýtt sér þarfagreiningu fræðslu en hún gengur út á það að lána stofnunum mannauðs- ráðgjafa til að þarfagreina fræðslu innan stofnana/ sviða. Með þessu er stofnunum hjálpað að kortleggja hæfni og þjálfun starfsmanna. Eigin fræðsla gengur út á það að styrkja stofnanir til að nota eigin leiðbeinendur í fræðslu innan sinna raða. Árið 2018 nýttu nokkur hjúkrunarheimili sér þennan möguleika með mjög góðum árangri. Starfstengd námskeið eru stór þáttur í fræðslu hjá opinberum stofnunum og er almennt mikil ánægja með þau, bæði hjá þátttakendum og yfirmönnum. Árið 2018 sóttu um 150 manns námskeiðin en þau eru í samstarfi við Mími og Sæmund Fróða/MK. Námskeiðin skila starfsmönnum öruggari, upplýstari og umfram allt ánægðari aftur til starfa. FRÆÐSLUSJÓÐIR Á ALMENNA MARKAÐNUM Starfsafl fræðslusjóður er í eigu Eflingar, Hlífar, Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur og Samtaka atvinnulífsins. Starfsemi sjóðsins er þannig uppbyggð að félögin sem að honum standa, Efling, VSFK og Hlíf, sjá um alla umsýslu og útgreiðslu styrkja til sinna félagsmanna en styrkir til fyrirtækja eru afgreiddir af Starfsafli. Styrkir í tölum. Starfsafl og félögin þrjú afgreiddu um 4000 styrkum- sóknir á árinu til einstaklinga og fyrirtækja. Í krónum talið greiddi Starfsafl alls rúmar 250 milljónir króna í styrki eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Um er að ræða 1,4% aukningu frá árinu 2017. Sértækir styrkir Félagsleg fræðsla Fræðslustjóri að láni Fyrirtækjastyrkir Einstaklingsstyrkir Allir styrkir samtaks Iðgjöld ársins 0 100.000.000 200.000.000 300.000.000 400.000.000 333.409.444 252.106.410 191.358.328 50.734.529 6.789.010 3.224.543 752.400 Mynd 4. Starfsafl iðgjöld og styrkir í tölum 2018.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==