Efling Ársskýrsla 2019

3 sem aðeins hugsa um gróða oft svo mikil að hún geng- ur þvert á grundvallarréttindi. Við eigum sannarlega mikið verk óunnið í því að fá algjört grundvallar mikil- vægi okkar viðurkennt í samfélaginu. En þrátt fyrir það eru nýgerðir kjarasamningar við Samtök atvinnulífsins, ásamt þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin ætlar að ráðast í, vonandi mikilvægt skref í átt að bættum kjörum og auknum jöfnuði í íslensku samfélagi. Herská barátta okkar gerði það að verkum að stjórnvöld sáu sér ekki annað fært en að koma að lausn mála, með loforðum um ýmsar mikilvægar aðgerðir, ekki síst í skatta- og húsnæðismálum sem og vegna aðstæðna þeim sem verkafólk fólk býr við á vinnumarkaði. Með því að knýja á um slíka aðkomu vannst mikill pólitískur sigur í baráttu okkar fyrir rétt- látara samfélagi. Stjórn Eflingar og samninganefnd félagsins lögðu mikla áherslu á að kjarasamningar myndu bæta líf þeirra sem látin eru lifa við lægstu laun og segja má að allt okkar starf síðasta ár hafi miðað að þessu mark- miði. Við horfðum á samfélagið út frá sjónarhorni láglaunafólks á Íslandi, t.d. með hinu merkilega og mikilvæga verkefni um Fólkið í Eflingu . Árangur þeirrar vinnu er óumdeilanlegur. Sjónarmið, þarf- ir og langanir verka- og láglaunafólks hafa fengið raunverulega athygli í samfélaginu og allri opinberri umræðu; þar var hið bráðnauðsynlega fyrsta skref í endurnýjaðri stéttabaráttu. Þetta hefur neytt stjórn- málamenn til að hlusta og ekki aðeins hlusta, heldur viðurkenna mikilvægi okkar og ráðast í aðgerðir til að mæta kröfum okkar og þörfum. Þessi árangur sannar að barátta verkalýðsfélaga er ekki síst barátta um hugmyndir, barátta um rými og yfirráð í opinberri umræðu og barátta um að sveigja þjóðfélagið af braut þeirrar mannfjandsamlegu stefnu sem við höfum verið neydd til að lifa við, stefnu sem miðar eingöngu að því að tryggja enn frekari yfirráð hinna auðugu yfir tilveru okkar allra. Kæru félagar. Starfsárið sem liðið er síðan núverandi stjórn tók við hefur verið ótrúlega viðburðaríkt. Átök hafa einkennt vinnumarkaðinn og nýafstaðnar samningsviðræð- ur. Samtök atvinnulífsins mættu kröfum okkar um mannsæmandi laun af forherðingu og eftir árangurs- lausar samningaviðræður vísaði Efling viðræðum til Ríkissáttasemjara. Þegar ljóst var að Samtökin hygð- ust ekki koma til móts við okkur var viðræðum slitið og verkfallsundirbúningur hófst. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem verkfallsboðun náði til samþykktu að fara í verkfall og þann 8. mars 2019 lögðu þernur á hótelum og gististöðum niður vinnu. Þann 22. mars fóru hópbifreiðastjórar og starfsfólk á hótelum í sólahringsverkfall til að leggja áherslu á kröfur okkar. Verkfallsaðgerðirnar voru árangursríkar, einkenndust af miklum samhug og bar- áttuvilja og fóru ekki framhjá neinum. Verkfall hótel- þerna á alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna 8. mars var merkilegt fyrir margar sakir, ekki síst vegna hins einbeitta baráttuvilja þeirra sem lögðu niður störf og vegna þess að skyndilega var einn lægst launaði hópur samfélagsins öllum sýnilegur. Fullyrða má að sjaldan hafi kjarabarátta verið eins árangursrík í að draga fram kröfur og vilja jaðarsettasta hóps vinnuaflsins, kvenna af erlendum uppruna. Hugrekki og baráttuvilji þeirra félagsmanna sem skipulögðu aðgerðir og lögðu niður störf 8. og 22. mars voru stórkostleg og blésu okkur öllum sem tóku þátt eða fylgdust með baráttuanda í brjóst. Um leið og við upplifðum hversu beitt verfallsvopnið er vorum við rækilega minnt á að sumir atvinnurek- endur svífast einskis í því að reyna að brjóta jafnvel löglegar aðgerðir á bak aftur með því að taka þátt í og hvetja til verkfallsbrota. Verkfallsverðir Eflingar sem stóðu vaktina urðu varir við og komu í veg fyrir fjölda brota. Brotin gerðu okkur öllum ljóst að þrátt fyrir að ýmis réttindi séu lögbundin, sökum mikillar og erfiðrar baráttu vinnandi fólks, er forherðing þeirra Á R S S K Ý R S L A E F L I N G A R 2 0 1 8 – 2 0 1 9 INNGANGUR

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==