Efling Ársskýrsla 2019

4 Ný forysta Eflingar hefur átt gott samstarf með Öryrkjabandalagi Íslands. Það er óbilandi trú okkar að samstaða með öryrkjum sé óaðskiljanlegur hluti af stéttabaráttunni. Við munum áfram standa við hlið félaga okkar í ÖBÍ og styðja þau með ráðum og dáðum. Við fordæmum ómanneskjulega meðferð á fólki og þá grimmu hagnýtingarkröfu sem fengið hefur að stýra pólitískum áherslum gagnvart öryrkjum. Ég hef átt marga fundi með forystu ÖBÍ og fulltrúar Eflingar á þingi ASÍ beittu sér fyrir því að þar væri ályktað gegn hugmyndum yfirvalda um stafsgetumat. Félagið hefur styrkt og aukið eigin rannsóknar- og stefnumótunarvinnu. Þetta er einstaklega mikilvægt, sérstaklega í ljósi þess að verka- og láglaunafólk á sér fáa opinbera málsvara hér á landi og hefur á síðustu áratugum bæði leynt og ljóst verið jaðarsett í sam- félagslegri umræðu og ákvarðanatöku, á sama tíma og kapítalistar hafa náð að sveigja því sem næst alla þjóðfélagslega stefnumótun að sínum hagsmunum. Það er því ekki seinna vænna en að við sjálf setjum fram hugmyndir um umbætur. Til þess eru margar aðferðir og ein af þeim er að efla alla sérfræðiþekkingu innan félagsins. Hér má nefna merka skýrslu Stefáns Ólafssonar og Indriða H. Þorlákssonar, Sanngjörn dreifing skattbyrðar . Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru. Hér er ónefndur hinn glæpsamlegi launaþjófnaður sem félagsmenn Eflingar verða fyrir en launakröfum sem félagið sendir út fjölgar frá ári til árs, sem er algjörlega óþolandi ástand, sem og hinar fordæmalausu og grófu árásir sem ný forysta hefur þurft að sitja undir frá ritstjórum stærstu dagblaðanna, fyrir þær einar sakir að berjast markvisst gegn þjóðfélagslegum yfirráðum auðstétt- arinnar. Í þeim hefur ýmislegt opinberast, ekki síst hversu langt er í land til að fá það viðurkennt að verka- og láglaunafólk megi sjálft skipuleggja eigin baráttu- mál og aðferðir í íslensku samfélagi, megi sjálft hafa mikla og lýðræðislega aðkomu að þeirri ákvarðanatöku sem mótar öll lífskilyrði okkar. Því er nauðsynlegt að við stöndum saman og höldum einbeitt áfram á þeirri braut sem við nú göngum, í átt að raunverulegu frelsi vinnandi fólks. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar-stéttarfélags Við höfum á liðnu ári unnið markvisst og einbeitt að því að auka sýnileika félagsins og félagsmanna. Þetta hefur verið gert m.a. með ýmiskonar kynningarefni og fundahöldum. Fundaröðin Stóra myndin sem haldin var síðasta sumar, fjallaði um ýmis mál, til að mynda aðkomu lífeyrissjóða okkar að leigumarkaði, hagvöxt á forsendum jafnaðar og þróun ójafnaðar í kjölfar Þjóðarsáttarinnar. Á síðastliðnu hausti stóð félagið svo fyrir vikulegum fundum í Gerðubergi þar sem ýmis mál er snerta okkur öll á einhvern máta voru rædd; málefni láglaunakvenna, brotastarfsemi á vinnumark- aði, kosningin sem þá var á næsta leiti um næsta forseta ASÍ og sameiginlegur baráttufundur með ÖBÍ, svo að eitthvað sé nefnt. Þessar fundaraðir vöktu mikla athygli og höfðu þau áhrif, líkt og Fólkið í Eflingu , að koma hagsmunum og baráttumálum okkar í sviðsljós samfélagslegrar umræðu. Á sama tíma var ráðist í stórátak til að auka sýnileika erlendra félagsmanna, valdefla þá og bæta alla þjón- ustu. Í ljósi þess að helmingur félagsmanna Eflingar eru innflytjendur tók ný stjórn ákvörðun um að láta þýða sem mest af öllu efni félagsins og einnig var sú ákvörðun tekin að hafa túlka á öllum fundum Eflingar, enda ótækt og andlýðræðislegt að stór hluti félags- manna geti ekki sótt fundi og tekið markvissan þátt í baráttu fyrir eigin hagsmunum sökum íhaldssemi og andvaraleysis þess verkalýðsfélags sem þeir tilheyra. Fjöldi funda var haldinn þar sem málefni aðflutts vinnuafls voru sérstaklega rædd enda lagði ný stjórn frá upphafi mikla áherslu á slíkt og að virkja þennan stóra og mikilvæga hóp í starfi félagsins. Einnig var lögð mikil áhersla á að færa hlut fólks af erlendum uppruna í stjórnum og ráðum félagsins í eðlilegt horf. Á árinu sem nú er liðið hefur samráð og samtal við grasrót félagsins verið eflt til mikilla muna. Trúnaðarmannakerfið hefur verið stóreflt með mark- vissu átaki nýstofnaðs Félagssviðs og vinnustaða- fundum hefur fjölgað verulega. Árangur þessa átaks hefur verið góður; eflt baráttuanda og skapað virkari þátttöku almennra félagsmanna í því að móta eigin kröfur og berjast, með aðstoð og aðkomu félagsins, fyrir þeim. Hér erum við rétt að byrja. Á R S S K Ý R S L A E F L I N G A R 2 0 1 8 – 2 0 1 9

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==