Efling Ársskýrsla 2019

23 hús í Svignaskarði og þau stækkuð og einnig skipt um eldhúsinnréttingar, gólfefni og lagt miðstöðvarkerfi en þessi hús voru rafkynt. Einnig voru gerðar miklar endurbætur á blokkaríbúð- um á Akureyri, skipt um eldhúsinnréttingar, glugga og úti- og svalahurðir. Nú standa einmitt yfir viðamiklar bætur á útisvæðum við raðhúsin á Akureyri og munu þessar breytingar allar verða mjög til bóta. Í Ölfusborgum er verið að ljúka átaki við allsherjar- endunýjun innanhúss á húsum okkar en þau eru 10 talsins. Þá er í gangi átak við endurnýjun utanhúss- klæðninga en húsin eru klædd álkápu. Fyrirferðamesta verkefnið er þó vafalaust framkvæmd- irnar í Reykholti sem áður eru nefndar. Það er áreið- anlega einstakt í dag að eitt stéttarfélag fái tækifæri til að skipuleggja og byggja upp heilt hverfi orlofshúsa á eigin landi og það á einhverjum fallegasta stað á Suðurlandi. Þetta verkefni er einmitt að fara í gang nú í apríl og verða byggð sex hús í fyrri áfanga sem mun standa út þetta ár. Áætlanir gera ráð fyrir því að í lok ársins verði fyrstu húsin komin í notkun. Hugmyndin er svo að í beinu framhaldi verði seinni áfangi með öðrum sex húsum byggður og í heild verði þetta nýja svæði Eflingar með tólf glæsilegum húsum og er mikil eftirvænting eftir þeim. Ekki síst er þetta ánægjulegt verkefni þar sem forsaga þess er allt að áttatíu ára gömul en Verkamannafélagið Dagsbrún, einn forvera Eflingar, keypti þetta land á sínum tíma í þeim tilgangi að reisa „1 flokks hvíldar- heimili fyrir íslenska verkamenn“ eins og segir í gömlum gögnum. Það er í raun ótrúlegt að fyrir svo löngu hafi menn verið svo framsýnir þar sem orðið orlof var vart til í tungumálinu þá. Segja má með sanni að tímabært sé að láta þennan draum þessara framsýnu forystumanna rætast nú. FERÐAMÁL Ánægðir ferðalangar í dagsferðum Eflingar Eins og undanfarin ár, var félögum í Eflingu boðið upp á tvær dagsferðir síðasta sumar, 25. ágúst og 1. september. Farið var í Þórsmörk og var þátttakan mjög góð, rúmlega 150 manns samanlagt. Alltaf er mikill áhugi á þessum dagsferðum þar sem farið er á staði sem fólk er alla jafna ekki að heimsækja. Þannig nýttu margir sér þetta tæki- færi að komast í Þórsmörk á vel útbúnum fjallarútum. Hópurinn var í góðum höndum þaulreyndra fararstjóra og bílstjóra. Fararstjórar voru þær þær Anna Soffía Óskarsdóttir og Ingibjörg Ásgeirsdóttir sem eru félags- mönnum að góðu kunnar úr fyrri ferðum. Ferðinni lauk svo með veglegu súpuhlaðborði að venju og voru ferða- langar sælir og ánægðir í lok þessara fínu daga. Á R S S K Ý R S L A E F L I N G A R 2 0 1 8 – 2 0 1 9

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==