Efling Ársskýrsla 2019

26 FJÖLSKYLDU- OG STYRKTARSJÓÐUR Umsamin iðgjöld Fjölskyldu- og styrktarsjóðs eru 0,75% framlag launagreiðenda. Hlutfall bóta af iðgjaldatekjum var rúm 97% árið 2018 en hlutfallið var 87% árið áður. Eigið fé Fjölskyldu- og styrktarsjóðs nam 275 millj- ónum króna 2018 og hafði lækkað um 4% frá upphafi ársins. STYRKTARSJÓÐUR Iðgjöld Styrktarsjóðs er 5% framlag af innheimtum iðgjöldum úr Sjúkrasjóði og Fjölskyldu- og styrktar- sjóði. Bætur og styrkir úr sjóðnum árið 2018 námu 46% af iðgjaldatekjum en námu 40% árið á undan. Eigið fé Styrktarsjóðs nam 176 milljónum króna í árs- lok 2018 og jókst um 19% frá upphafi ársins. ENDURHÆFINGARSJÓÐUR Rekstur þessarar deildar hjá Eflingu er ein af lykil- stoðum í því stóra verkefni að draga úr örorkubyrði meðal félagsmanna. Aðsókn vegna starfsendurhæf- ingar hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og eru líkur á að þessi starfsemi geti dregið úr útgreiðslum úr sjúkrasjóðum og lífeyrissjóðum. Deild þessi er ekki rekin með sjóðsöfnun í huga og nemur eigið fé deildarinnar 576 þúsund krónum. ORLOFSSJÓÐUR Umsamin iðgjöld Orlofssjóðs er 0,25% - 0,33% framlag launagreiðenda. Auk þess hefur Orlofssjóður tekjur af útleigu orlofshúsa. Eigið fé Orlofssjóðs sem er að stórum hluta bundið í orlofshúsum og orlofsbyggðum nemur tæpum 1,8 milljarði króna í árslok 2018 og jókst um 11,3% frá upphafi ársins. ÁVÖXTUN Hrein eign félagsins í árslok 2018 var kr. 12.724,3 milljónir og hækkaði um kr. 827,8 milljónir á milli ára. Nafnávöxtun eigin fjár reiknast jákvæð um 7,0% á árinu 2018 samanborið við jákvæða nafnávöxtun um 12,9% árið á undan. Hrein raunávöxtun eigin fjár, sem tekur mið af hækkun neysluvísitölu upp á 3,25%, reiknast jákvæð um 3,59% á árinu 2018 sam- anborið við jákvæða raunávöxtun 10,96% árið á undan. Raunávöxtun eignasafns félagsins á árinu 2018 reikn- ast jákvæð upp á 2,62% samanborið við 4,97% jákvæða raunávöxtun árið 2017. Með eignasafni félagsins er átt við alla verðbréfaeign félagsins ásamt bundnum bankainnstæðum og handbæru fé. Á R S S K Ý R S L A E F L I N G A R 2 0 1 8 – 2 0 1 9

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==