Efling Ársskýrsla 2019

55 Á R S S K Ý R S L A E F L I N G A R 2 0 1 8 – 2 0 1 9 Ragnar Ólason tók við af Hörpu Ólafsdóttur sem sviðsstjóri kjaramála í júnímánuði 2018 en hann hefur starfað hjá félaginu um árabil. Tveir nýir þjónustufulltrúar komu til starfa á kjara- málasviði, Aðalheiður Rán Þrastardóttir sem tók til starfa í júní og Edda Margrét Hilmarsdóttir í septem­ ber. Í lok sumars 2018 komu Sara S. Öldudóttir og Stefán Ólafsson til starfa við rannsóknir og greiningar. Í septembermánuði 2018 var nýtt Félagssvið stofnað og komu til starfa þann sama mánuð þrír félagsfull- trúar: Alma Pálmadóttir, Magdalena Samsonowicz og Valgerður Árnadóttir. Maxim Baru hóf störf sem sviðsstjóri Félagssviðs í október 2018 en í apríl 2019 tók Valgerður við þeirri stöðu eftir að Maxim lét af störfum. Á haustmánuðum loknum kom Óskar Örn Ágústsson til starfa sem fjármálastjóri og Þuríður Gísladóttir sem bókari félagsins. Árna I. María Guðjónsdóttir matráður kom til starfa í mötuneyti Eflingar í lok árs 2018. Í byrjun árs 2019 voru kynningamál félagsins efld með ráðningu Rakelar Pálsdóttur sem kynningarstjóra og Þórunni Hafstað og Benjamíns Julian sem kynningar- fulltrúar, en Magdalena Samsonowicz af Félagssviði hefur einnig gegnt hlutastarfi á kynningarsviði Félagið bauð nýtt starfsfólk velkomið til starfa og þeim sem létu af störfum hjá félaginu á starfsárinu var þakkað fyrir gott starf. LÚÐRASVEIT VERKALÝÐSINS Efling hefur lengi átt gott samstarf við Lúðrasveit Verkalýðsins og hefur sveitin hlotið árlegan rekstrar- styrk frá félaginu enda hafa hljómsveitarmenn ætíð verið reiðubúnir til að spila við öll helstu tækifæri þegar félagið og verkalýðshreyfingin hefur þurft á hljómsveitinni að halda. Á þetta við um bæði bar- áttudag verkalýðsins, 1. maí og ýmsa aðra viðburði á vegum verkalýðsfélaganna og ASÍ. FRAMKVÆMDIR Á SKRIFSTOFUM EFLINGAR Áætlanir um stækkun bílakjallara að Guðrúnartúni 1 voru lagðar til hliðar á starfsárinu en þess í stað var farið í leit að lausn á aðgangsstýringu á bílastæðum ofanjarðar og er von á að nýtt kerfi komist í notkun á vormánuðum 2019. Vonir eru um að sú lausn sem varð fyrir valinu leysi alfarið þann skort á bílastæðum sem félagsmenn upplifa margir hverjir þegar þeir sækja þjónustu í húsnæðið. Skrifstofa Eflingar í Hveragerði flutti sig um set frá Austurmörk 2 yfir í húsnæði að Breiðumörk 19 og var þar haldin opnunarhátíð fyrir félagsmenn síðla sumar sem vakti mikla lukku. STARFSEMI EFLINGAR EFLD Töluverðar áherslubreytingar áttu sér stað á liðnu ári og starfsemin efld en við það bættist nokkuð í starfs- mannahópinn. Þegar ný forysta tók við í félaginu í lok aprílmánaðar 2018 kom nýr formaður, Sólveig Anna Jónsdóttir, til starfa á skrifstofu Eflingar ásamt nýjum framkvæmdastjóra, Viðari Þorsteinssyni. Í maímánuði tók svo Berglind Rós Gunnarsdóttir við starfi skrifstofustjóra. Meðlimir í Lúðrasveit verkalýðsins á 1. maí 2018

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==