Efling 2-2018

13 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Launaleiðrétting Tímavinnustarfsmenn hjá Reykjavíkurborg fá leiðrétt laun Þakklát félaginu fyrir að hafa tekið slaginn Arnfríður Hreinsdóttir er ein af 468 tíma­ vinnustarfsmönnum Reykjavíkurborgar sem fengu leiðrétt laun eftir að félagsdómur dæmdi Eflingu í vil eftir baráttu félagsins við að ná fram réttum kjörum. Tímavinnu- starfsmenn fengu ekki greidda yfirvinnu utan dagvinnutímabils eins og þeir áttu rétt á samkvæmt kjarasamningi heldur greiddi borgin þeim vaktaálag. Ragnar Ólason, sérfræðingur í opinberum kjarasamningum leiddi þessa baráttu. Við fengum að heyra í Arnfríði hvað henni fannst um málið en hún er nú búsett úti á landi og starfar við afgreiðslu. Arnfríður starfaði í tvö sumur í tímavinnu, árin 2013 og 2014 í einu af búsetuúrræðum Reykjavíkurborgar. Fyrra sumarið var ég í Reykjavík tímabundið í launalausu leyfi úr vinnunni minni í London, en ég var þá búsett þar. Síðara sumarið var ég nýflutt aftur til Íslands og sveigjanleiki starfsins sem og vaktakerfi hentaði ágætlega. Hún segir að henni hafi líkað starfið. Það var gefandi og krefjandi í senn og sú reynsla sem ég hafði af stuðningsstörfum í Bretlandi nýttist vel. Síðar vann ég í öðru búsetuúrræði hjá borginni, en var fastráðinn starfsmaður þar í 100% vinnu. Heyrði frá vinnufélaga að hún væri ekki á réttum kjörum Aðspurð hvort einhvern tímann hafi komið upp sú umræða þegar hún var starfandi hjá borginni að tímavinnufólk væri ekki á réttum kjörum segir hún. Það var þó nokkuð talað um að tímavinnufólk hefði ekki sömu réttindi eins og t.d. veikindadaga og fastráðið starfsfólk, en mér skildist að það væri ekkert hægt að gera í því. Ég vissi af svipuðum samningum sem sumir vinnufélagar mínir í Bretlandi voru á og voru umdeildir. Það var ekki fyrr en u.þ.b. ári eftir að ég vann síðast sem tímavinnustarfs- maður að ég heyrði frá einum fyrrum vinnufé- laga að ég hefði mögulega ekki fengið greidd rétt laun á þessum tíma. Óvænt ánægja að fá endurgreiðslu/ leiðréttingu Ég heyrði fyrst af því haustið 2015 að tímavinnufólk væri á röngum kjörum, en það var mikið að gera hjá mér á þeim tíma og ég hálfvegis gleymdi þessu síðan, enda taldi ég ekki að ég gæti átt rétt á miklu þar sem ég vann í svo stuttan tíma sem tímavinnustarfs- maður. Það var því vægast sagt óvænt ánægja þegar ég fékk bréf frá Eflingu varðandi endur- greiðsluna, segir Arnfríður. Hún segir að það hafi komið henni á óvart að heyra að Reykjavíkurborg hafi ekki viljað leið- rétta kjör tímavinnufólks eftir að Efling benti þeim réttilega á að þau væru á röngum kjör- um, sérstaklega þar sem þetta virðist vera mjög skýrt í kjarasamningi. Þakklát félaginu Mér finnst vinna Eflingar til fyrirmyndar í þessu máli. Félagið hefur virkilega staðið sig. Ég er mjög þakklát félaginu fyrir að hafa tekið slaginn fyrir okkur og náð þessari niðurstöðu, segir Arnfríður og á þar við að tæplega 470 tímavinnustarfsmenn fengu tugmilljón króna leiðréttingu. Arnfríður segir að endurgreiðslan hafi komið sér sérstaklega vel þar sem hún hafi borist um mánaðamót þar sem hún fékk minna útborgað úr núverandi vinnu en hún bjóst við. En einnig eigum við von á okkar fyrsta barni í sumar, þannig að hluti af upphæðinni er kominn í undirbúningssjóð, segir hún að lokum. Efling hefur verið til fyrirmyndar. Félagið hefur virkilega staðið sig - segir Arnfríður Hreinsdóttir, fyrrum tímavinnustarfsmaður hjá Reykjavíkurborg Nýtum okkur atkvæðisréttinn Mundu eftir að kjósa! V Stjórnarkosningar í Eflingu-stéttarfélagi fara fram mánudaginn 5. og þriðjudaginn 6. mars 2018

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==