Efling 2-2018

14 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Fræðslustyrkir Fræðslusjóðirnir standa vel að baki félagsmönnum Góður árangur hefur náðst í fræðslumál- um félagsins. Árið 2017 voru hátt í 14.000 félagsmenn sem nutu fræðslu eða fræðslu- styrkja á vegum fræðslusjóða félagsins. Þar fyrir utan fengu fjölmargir félagsmenn fræðslu um réttindi og skyldur á vinnu- markaði á vinnustöðum, á starfstengdum námskeiðum og með heimsóknum í skólana. Hækkun einstaklingsstyrkja Um síðustu áramót var styrkupphæð til félags- manna hækkuð verulega, úr 75.000 kr. á ári í 100.000,- og þá fór þriggja ára styrkurinn úr 225.000 kr í 300.000 kr. Það er von Eflingar að félagmenn nýti þennan rétt sinn og sæki sem fyrr í sjóðinn og auðveldi sér að sækja fræðslu við hæfi. Árið byrjar með hvelli hjá Starfsafli Hjá Starfsafli fór fyrsti mánuður ársins vel af stað segir Lísbet Einarsdóttir fram- kvæmdastjóri Starfsafls en sjóðnum bárust 27 umsóknir frá 20 fyrirtækjum. Þar af var fimm umsóknum hafnað, tvær umsóknir voru vegna eigin fræðslu og fjórar vegna verkefnis- ins Fræðslustjóra að láni . Það er því óhætt að segja að árið sé að byrja með hvelli og mörg fyrirtæki ætla sér stóra hluti, en með Fræðslu- stjóra að láni er mörkuð stefna í fræðslumálum til allt að tveggja ára. Heildarupphæð greiddra styrkja vegna umsókna sem bárust í janúar var vel á fjórðu milljón króna. Þá voru afgreiddar 25 umsóknir sem höfðu borist undir lok desembermánaðar en vegna lokana á skrifstofu Starfsafls voru þær ekki afgreiddar fyrr en í janúar. Af þeim fjölda umsókna voru 4 vegna Fræðslustjóra að láni og 21 vegna almennrar fræðslu fyrirtækja. Þar af leiðir er heildarupphæð greiddra styrkja í janúarmánuði vel á sjöundu milljón króna og styrkloforð tæpar átta milljónir. Þá eru öll fræðslustjóraverkefnin í vinnslu og mislangt komin, sum komin með mat á kostnaði á meðan önnur eru enn á viðræðustigi. Á bak við þessar styrkveitingar sem að framan er getið eru alls ellefuhundruð félagsmenn en fyrirtæki með starfsfólk innan Flóabandalags- ins geta sótt til sjóðsins. Um Starfsafl Starfsafl – starfsmennt Samtaka Atvinnu- lífsins og Flóabandalagsins (Efling, Hlíf, VSFK) varð til í tengslum við kjarasamn- inga vorið 2000. Þá var samið um stofn- un sérstaks sjóðs sem ætlað er að byggja upp menntun almennra starfsmanna fyrir- tækja 14.000 félagsmenn nutu fræðslu eða fræðslustyrkja árið 2017 Upphæðir einstaklingsstyrkja hækkaðar

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==