Efling 2-2018

15 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Orlofsblaðið Orlofsblað Eflingar fylgir með þessu frétta- blaði og þar kynnum við alla þá kosti sem félagsmönnum standa til boða þegar að sumarfríinu kemur. Minnt er á að ekki eru lengur umsóknar- eyðublöð vegna sumarúthlutunar inn í blað- inu, nú er sótt um rafrænt, þ.e. fylla skal út umsókn inn á bókunarvef Eflingar. Nánari upplýsingar um framkvæmd þess er í Orlofs- blaðinu sjálfu. Við hvetjum félagsmenn til að geyma Orlofsblaðið þar sem gott er að grípa til þess þegar vantar upplýsingar um orlofshúsin hvort sem er sumar eða vetur. Orlofshúsin Auk þeirra húsa sem eru í eigu Eflingar þá höfum við á hverju ári kappkostað við að auka fjölbreytni í framboði með því að taka á leigu hús vítt og breitt um landið. Í ár standa til boða 50 hús í eigu félagsins og eru þau kynnt vel í orlofsblaðinu, aðbúnaður, aðstaða og svo framvegis. Nokkur leigu- eða skiptihús verða í boði til að auka fjölbreytni og mæta mestu eftirspurninni yfir sumartímann. Ferðir og ferðalög Í ár mun Efling fara í Dagsferðir í náttúpara- dísina Þórsmörk. Farið verður dagana 25. ágúst og 1. september og má búast við skemmtilegum og fræðandi ferðum. Dags- ferðin verður kynnt betur í næsta fréttablaði. Kortin borga sig! Margt fleira stendur félagsmönnum til boða þó aðaláherslan hjá Eflingu sé að venju á hefðbundin orlofshús. Sem dæmi um slíkt má benda á hin sívinsælu Veiði- og Útilegukort sem hafa verið í sölu til félagsmanna í nokk- ur ár og njóta ávallt mikilla vinsælda. Fullyrða má að kaup á kortunum séu afar hagstæð og mikill ávinningur fyrir félagsmenn ef þeir hafa kost á að nota þau. Fleira er í boði svo sem aflsáttarmiðar hjá Icelandair og Úrval Útsýn og einnig er hægt að fá niðurgreiðslu á gistingu innanlands. Nánari upplýsingar má finna í Orlofsblaðinu. Orlofsblaðið fylgir með þessu fréttablaði Eflingar Munið að nýta alla möguleika við útfyllingu umsóknar Til að auka möguleika hvers og eins þegar kemur að úthlutun orlofshúsa í sumar, þá er best að nýta alla átta valmöguleikana þegar umsókn er fyllt út á netinu. Tekið er fram að breytingar eru á úthlutunarkerfinu og félags- menn beðnir að kynna sér það í Orlofsblaðinu. Geymið blaðið! Félagsmenn þurfa að fylla út umsókn fyrir sumarúthlutun á bókunarvef Eflingar. O R L O F S B L A Ð E F L I N G A R - S T É T T A R F É L A G S Geymið blaðið! Sumarið 2018 Ljósm.ÞorfinnurSigurgeirsson EFNISYFIRLIT Senn kemur sumarið/Summer vacation 3 Kort /húsEflingar 4–5 ÚthlutunarkerfiorlofshúsaEflingar 6 Orlofshúsin 7–26 Bókanir á vefnum – leiðbeiningar 27 NáttúruperlanÞórsmörk 28 Alltafeytthvaðnýtt,núÓlafsfjörður 29 Veiðikortið 30 Útilegukortið 31 Mikilvægar tímasetningar…… 32 Some ideas for the summer vacation… 33 Bjart yfirBláskógabyggð… 34 Margt í boði í sumar! Ljósm. Þorfinnur Sigurgeirsson

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==