Efling 2-2018

Samantekt á hluta starfsemi Eflingar-stéttarfélags 16 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Mikil gagnrýni hefur komið fram á árunum eftir hrun um afleita stöðu ungs fólks og fólks með lægri tekjur í samfélaginu. Þessari gagnrýni erum við hjartanlega sammála enda koma fram mikilvægar upplýsingar í Gallup könnun félagsins sem staðfesta þetta. Þess vegna krafðist Efling í kjarasamningum 2015 að farið yrði í uppbyggingu á 2300 félagslegum íbúðum. Staða þessara hópa hefur verið þannig að það getur hvorki leigt né fjárfest í húsnæði. Unga fólkið er bundið á heimilum foreldra eða ættingja og tekjulágir eiga ekki möguleika á að greiða þá háu húsaleigu sem í boði er. Efling-stéttarfélag á mikinn þátt í því að stéttarfélögin kröfðust endurreisnar félags- lega húsnæðiskerfisins. Bæði hefur Efling lagt fé til stofnun- Athyglisverð þróun í Sjúkrasjóðum Eflingar Erlendum greiðsluþegum fjölgar Hlutfall erlendra félagsmanna sem fá greitt úr sjúkrasjóðum félagsins hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum í samræmi við þróunina í félaginu. Árið 2017 fengu 5416 félagsmenn greitt úr sjúkrasjóðum Eflingar. Af þeim voru 41% af erlend- um uppruna. Af þeim 965 einstaklingum sem fengu greidda dagpeninga 2017 voru 51% af erlendum uppruna en árið 2016 voru 47% dagpeningaþega af erlendum uppruna. Til saman- burðar voru um 45% greiðenda í félagið af erlendum uppruna um mitt ár 2017. Með fjölgun erlendra félagsmanna hefur Efling lagt aukna áherslu á að mæta þeim hópi sérstaklega. Þannig hefur heima- síðan tekið miklum breytingum með það í huga að hafa upplýs- ingar bæði á ensku og pólsku. Á árinu 2017 var um helmingur allra umsókna í Starfsafli, fræðslusjóði Eflingar vegna erlendra félagsmanna. Þá er ljóst að þeir hafa ekki síður nýtt sér réttindi sín úr orlofs- og sjúkrasjóðum félagsins. Mikilvægt er að gera sér vel grein fyrir því að fullyrðingar um að félagsmenn af erlendum uppruna njóti ekki þjónustu frá skrifstofu Eflingar eiga ekki við rök að styðjast. Þá má minna á að um 16% trúnaðarmanna eru af erlendum uppruna eða tæplega 40 manns. ar húsnæðisfélagsins Bjargs og síðan unnið af fullum krafti að því að koma þessum áformum á laggirnar um byggingu 2300 félagslegra leiguíbúða fram til ársins 2019. Þá hefur félagið lagt mikla áherslu á að kynna þessa stöðu m.a. með mjög áberandi auglýsingum í öllum fjölmiðlum um margra vikna skeið þar sem yfirskriftin var Það er ekki nóg að hafa plan – það þarf að fram- kvæma. Þetta ættu þeir að hafa í huga sem gagnrýna verkalýðs- hreyfinguna og Eflingu-stéttarfélag fyrir aðkomu að leigumálum lágtekjufólks. Fáir hafa gert meira til að aðstoða þessa hópa til að komast í mannsæmandi húsnæði á viðráðanlegu verði. Þá hefur félagið lagt mikla áherslu á hækkun húnæðisbóta og lækkun húsnæðisverðs. Að styðja við erlenda félagsmenn Húsnæðismál Mikilvæg áform um byggingu 2300 félagslegra leiguíbúða

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==