Efling 2-2018

3 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Leiðari FEBRÚAR 2018 2. TÖLUBLAÐ, 23. ÁRGANGUR UPPLAG 20.000 EINTÖK Útgefandi: Efling-stéttarfélag Sætúni 1 Ábyrgðarmaður Sigurður Bessason Ritstjóri Þráinn Hallgrímsson Ljósmyndun, aðstoð við ritstörf og útgáfu Herdís Steinarsdóttir Ritstjórn Sigurður Bessason Sigurrós Kristinsdóttir Starfsmenn á skrifstofu Anna Lísa Terrazas Arna Björk Árnadóttir Ásta Guðný Kristjánsdóttir Berglind Davíðsdóttir Berglind Kristinsdóttir Elín Hanna Kjartansdóttir Fjóla Jónsdóttir Fjóla Rós Magnúsdóttir Flosi Helgason Guðrún Sigurbjörnsdóttir Harpa Ólafsdóttir Harpa Dís Magnúsdóttir Helga Sigurðardóttir Helga Bryndís Kristjánsdóttir Herdís Steinarsdóttir Ingibjörg Ólafsdóttir Ingibjörg Dís Gylfadóttir Ingibjörg Elín Þorvaldsdóttir Ingólfur Björgvin Jónsson Jóna Sigríður Gestsdóttir Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Kolbrún S. Jónsdóttir Kristjana Valgeirsdóttir Kristinn Örn Arnarson Leifur Valentín Gunnarsson Margrét Arngrímsdóttir María Karevskaya Ragnar Ólason Ragnheiður Baldursdóttir Sigríður Ólafsdóttir Sigurður Bessason Sigurlaug Jónsdóttir Sigurrós Kristinsdóttir Sveinn Ingvason Tryggvi Marteinsson Wieslawa Vera Lupinska Þorfinnur Sigurgeirsson Þórir Guðjónsson Þráinn Hallgrímsson Starfsafl Lísbet Einarsdóttir Eva Björk Guðnadóttir Útlit og umbrot Þorfinnur Sigurgeirsson Prentun og bókband Auglýsingar utgafa@utgafa.is Forsíðumynd Byggingaverkamenn að störfum í Reykjavík Aðsetur Efling-stéttarfélag, Sætún 1 Sími 510 7500 / fax 510 7501 www.efling.is Skrifstofa Eflingar er opin frá kl. 08:15-16:00 Skrifstofa Suðurlandi, Austurmörk 2 810 Hveragerði. Lokað á miðvikudögum Sími 510 7575 / fax 510 7579 Sigurður Bessason Félagsfólkið í Eflingu-stéttarfélagi stendur nú frammi fyrir því að tveir listar eru bornir fram til stjórnarkjörs í félaginu. A-listi uppstillingarnefndar, stjórnar og trúnaðarráðs félagsins með Ingvar Vigur Halldórsson sem formannsefni og B-listi mótframboðs í félaginu með Sólveigu Önnu Jóns- dóttur sem formannsefni. Um tveir áratugir eru nú síðan stóra sameiningin var í Eflingu-stéttarfélagi en að lokinni þeirri sameiningu höfðu fjögur stéttarfélög í Reykjavík sameinast og eftir þetta áttu Iðja í Reykjavík og Boðinn á Suðurlandi eftir að sameinast Eflingu. Það verður eflaust verðugt verkefni fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar þegar þetta tímabil er skoðað frá 1998-2018 að aldrei á þessu tímabili kom til framboðs í félaginu. Allt þjóðfélagið nötraði í fjölda ára þegar samfélagið gekk í gegnum mestu kreppu frá sjálfstæði Íslands á árunum eftir hrunið 2008. Hrunið leiddi til harðvítugra deilna og mikillar ólgu í samfélaginu eftir að allir stóru bankarnir féllu og síðan féll ríkisstjórn. Gríðarlegt atvinnuleysi varð í kjölfar hrunsins, margir hrökkluðust úr landi, misstu íbúðir sínar og fjöldi fólks varð að sætta sig við lakari kjör og lækkað starfshlutfall. Það er áhugaverð spurning að allan þennan tíma var ekki tekist á um forystu Eflingar-stéttarfélags. Félagið brást við hruninu með margvíslegum hætti til að reyna að hafa áhrif á stöðu launafólks innan félagsins. Veitt voru ýmis réttindi úr Eflingu frá því í janúar 2009 sem voru umfram inneign félagsmanna í sjóðum þess og þeir sem áttu nánast engan rétt í félaginu sem var mest atvinnulaust fólk voru afhent réttindi til að takast á við nýjan veruleika. Fullyrða má að þetta hefði aldrei verið hægt ef ekki hefði komið til sameiningar félaganna í Eflingu- -stéttarfélag og félagið notaði að hluta arðinn af sameiningunni til að mæta þessum nýja vanda félagsmanna eftir hrunið. Stjórnarkjör í Eflingu er kærkomið tækifæri til að rýna í það sem Efling hefur staðið fyrir og endur- meta starfið, fara yfir það sem vel hefur tekist og einnig það sem miður hefur farið. Fyrir framboð sem fer fram með það að markmiði að fella sitjandi stjórn, hreinsa út þá sem ekki hafa staðið sig, þá verða gagnrýnendur að sýna fram á að þeir geti gert betur. Allar breytingar fela í sér tækifæri til að gera betur. Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar og Eflingar líkti átökum um stjórn félagsins við regnskúr að vori. Þetta er tækifæri til að hreinsa andrúmsloftið hver sem niðurstaðan verður. Þess skal óskað hér á þessum stað í leiðara Fréttablaðs Eflingar að sú barátta sem A og B listi eiga eftir að há fram að kosningunum 5. og 6. mars næstkomandi verði bæði heiðarleg og umfram allt málefnaleg. Það er okkur öllum hollt að minnast þess að Efling-stéttarfélag er stórt og öflugt félag með félagsfólk í öllum undirstöðuatvinnuvegum landsins. Stærð og styrkur Eflingar hefur áunnið félaginu traust sem fram kemur í könnunum félagsins. Traust ávinnst með góðu starfi en ekkert er hafið yfir gagnrýni og sannast þá hið fornkveðna að allt orkar tvímælis þá gert er. Vonandi standa menn uppi móðir en ósárir þegar úrslit kosninganna koma í ljós. EFNISYFIRLIT Samningur um lífeyrisauka . . . . . . . . . 4 Stjórnarkjör í Eflingu-stéttarfélagi . . . . . . 5 Ingvar Vigur Halldórsson í framboði . . . . . 6 Sólveig Anna Jónsdóttir í framboði . . . . . 7 Félagsmenn fá launaþróunartryggingu . . . 8 Ný persónuverndarlög ESB . . . . . . . . . 9 Óverjandi undirboð . . . . . . . . . . . . 11 Þakklát félaginu fyrir að hafa tekið slaginn . 13 Upphæðir einstaklingsstyrkja hækkaðar . . 14 Margt í boði í sumar . . . . . . . . . . . 15 Samantekt á hluta starfsemi Eflingar . . . . 16 Af vettvangi dómstólanna . . . . . . . . . 18 #Metoo . . . . . . . . . . . . . . . . .20 Mitt allra besta . . . . . . . . . . . . . . 23 Launaviðtöl geta skilað árangri . . . . . . 25 Pólverjar ánægðir . . . . . . . . . . . . 26 Krossgátan . . . . . . . . . . . . . . . 28 Vorfagnaður 6. maí í Gullhömrum . . . . . 30 Sigurður Bessason formaður Eflingar-stéttarfélags Stjórnarkjör í Eflingu-stéttarfélagi FRÉTTABLAÐ 141 776 U M H V E R F I S M E R K I PRENTGRIPUR Oddi,umhverfisvottuðprentsmiðja

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==