Efling 2-2018

4 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Lífeyrismál Lífeyrisauki Samningur um lífeyrisauka hjá félagsmönnum sem starfa á samningssviði ríkis og Reykjavíkurborgar Í kjölfar breytinga á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna á árinu 2017 var undirritað- ur samningur þann 21. september 2017 um greiðslu sérstaks lífeyrisauka sem nær meðal annars til félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg, ríki og sjálfseignarstofnun- um. Lífeyrisaukinn er greiddur í formi hærra iðgjalds sem nemur nú 5,85% en mun síðan fara lækkandi. Einkareknir leikskólar og hjúkrunarheimili Ríkið og Reykjavíkurborg hafa nú þegar hafið greiðslu á iðgjaldinu sem samkvæmt samn- ingnum greiðist afturvirkt frá 1. júní 2017. Stórir hópar svo sem hjúkrunarheimili og einkareknir leikskólar hafa hins vegar ekki ennþá geng- ið frá greiðslum á iðgjaldinu og er verulegrar óþreyju farið að gæta með að þessar mikil- vægu greiðslur og réttindi skili sér til félags- manna. Samkvæmt samningnum helst réttur félags- manna til lífeyrisaukans ef þeir færast á milli starfa sem eru á vegum Reykjavíkurborgar eða ríkisins. Mikilvægt er að félagsmenn fari vel yfir það með nýjum launagreiðanda að þær greiðslur skili sér. Iðgjaldayfirlit frá Gildi-lífeyr- issjóði eru einnig gagnleg til þess að fylgja því vel eftir. Iðgjaldið færist sjálfkrafa í samtryggingar- sjóð en félagsmenn hafa kost á því að greiða iðgjaldið í séreignarsjóð en þá þarf að hafa samband við Gildi sem veitir þeim jafnframt upplýsingar um þann áherslumun sem þessar leiðir fela í sér. Þegar þú sækir um vinnu, mundu þá • Að spyrja um kaup og kjör, réttindi og skyldur. Það getur komið í veg fyrir misskilning síðar meir. • Að ganga úr skugga um verðmiðann sem settur er á vinnuna þína. • Að fá að vita hvaða störfum og verkefnum þú átt að sinna. • Að fá upplýsingar um daglegan vinnutíma, kaffitíma og hvenær vinnudegi eða vöktum lýkur. • Að fá upplýsingar um það hverjar skyldur þínar eru. Ráðningarsamningur getur skipt öllu máli Ákvæði kjarasamninga gera ráð fyrir að allir starfsmenn fái kjör sín staðfest skriflega. Þar þarf að koma fram ráðningartími, daglegur vinnutími og eftir hvaða kjarasamningi kaup og kjör eigi að fara. Mikið öryggi felst í því að hafa undir höndum skriflega staðfestingu ráðningar. Ef upp kemur ágreiningur þá getur ráðningarsamningur skipt öllu máli. Á skrifstofu Eflingar er hægt að fá frekari upplýsingar og sérstök eyðublöð fyrir skriflega ráðningarsamninga.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==