Efling 2-2018

9 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Persónuvernd Þegar árið 2017 er gert upp er ljóst að fjölgun starfa hjá félaginu hefur haldið áfram og á það sérstaklega við störf í ferðaþjónustu og byggingageira. Álag- ið hefur jafnframt aukist á kjaramálasviði Eflingar þar sem mun fleiri launakröfur voru sendar út frá félaginu en árið áður. Þá er athyglisvert að 66% þeirra sem fengu liðsinni hjá félaginu vegna launakrafna voru félagsmenn af erlendum uppruna. Á árinu 2017 var samtals fjöldi skráðra mála á kjaramálasviði um 630. Að auki fékkst niðurstaða úr máli við Reykjavíkurborg sem varðaði um 470 einstaklinga. Árið 2016 voru skráð mál 480. Aukninguna má að hluta til rekja til þess að félagsmönnum Eflingar hefur fjölgað milli ára, ekki hvað síst í ferðaþjónustu og byggingageira. En félagsmenn Eflingar eru nú um 28.000 talsins. Þegar litið er til launa- krafna einungis er heildarupphæð krafna rúmlega 270 milljónir króna að meðtöldum launakröfum Reykjavíkurborgar. Hátt hlutfall erlendra félagsmanna sem leita sér aðstoðar Í lok ársins 2017 var hlutfall félagsmanna af erlendum uppruna hátt í helmingur félagsins í heild en hefur fjölgun starfa í ferðaþjónustu og byggingageira að mestu verið mætt með erlendu vinnuafli. Ljóst er að víða er pottur brotinn þegar kemur að launakjörum og aðbúnaði erlenda hóps- ins og því mikilvægt að þeir leiti til félags- ins. Samkvæmt málaskrá Eflingar var 66% launakrafna vegna félagsmanna af erlend- um uppruna. Skrifstofa Eflingar Álag hefur aukist á kjaramálasviði Eflingar - segir Leifur Valentín Gunnarsson hjá Eflingu-stéttarfélagi Markmiðið með kynningunni er að gefa starfsfólki betri tilfinningu fyrir löggjöfinni Þann 25. maí næstkomandi taka í gildi ný persónuverndarlög innan Evrópusam- bandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Þótt að meginreglur nýju löggjafarinnar séu sambærilegar meginreglum núgildandi löggjafar virðast nýju lögin þegar hafa náð einu af markmiðum sínum: Að vekja meiri athygli og meðvitund á persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og lagaum- gjörð réttarsviðsins. Má hugsanlega rekja það til sektarheimilda, sem Persónuvernd og systurstofnunum hennar í Evrópu, hefur verið veitt í nýju lögunum. Aðrar ástæður kunna einnig að liggja að baki eins og aukið verðgildi persónuupplýsinga, en sumir hafa kallað persónuupplýsingar hina „nýju olíu“. Þetta segir Leifur Valentín Gunnarsson, lögfræðingur og starfsmaður Eflingar sem þekkir vel til nýmæla í löggjöfinni. Það er lykilatriði að félagsmenn stéttarfé- laga séu meðvitaðir um rétt sinn samkvæmt löggjöfinni og fullvissir um að öll meðferð persónuupplýsinga hjá verkalýðsfélögum sé í samræmi við lög. Þar spilar fræðsla starfs- fólks í persónuverndarmálum stórt hlutverk. Síðustu tvær vikurnar í janúar fór ég í heim- sóknir til hinna stéttarfélaga Flóabandalags- ins og Stétt vest, Hlífar, Stéttarfélags Vest- urlands og VSFK, til þess að kynna stuttlega réttarsviðið persónuvernd og nýju persónu- verndarlögin. Markmiðið var að gefa starfs- fólki félaganna betri tilfinningu fyrir löggjöf- inni. Á þeim fundum sköpuðust einnig áhuga- verðar umræður um persónuvernd. Nokkur vinna er framundan hjá Eflingu í persónuverndarmálum þannig að félag- ið standist allar kröfur og betur þegar nýja löggjöfin tekur gildi. Síðustu vikur og mánuði hefur þó mikil vinna átt sér stað, bæði innan stéttarfélagsins og í persónuverndarhópi Alþýðusambandsins. Sá hópur er samráðs- vettvangur verkalýðsfélaga í persónuverndar- málum og hefur góð samvinna átt sér stað þar. Meðal annars eru þegar komin drög að vinnsluskrá og persónuverndarstefnu auk þess sem verklagsreglur fyrir ólík svið félags- ins eru í bígerð. Þeir félagsmenn sem hafa spurningar um eða áhuga á þessari vinnu eru hvattir til að heimsækja félagið og ræða við mig, segir Leifur. Við munum gera okkar besta til að upplýsa félagsmenn um hvaða breytingar fylgja þessari nýju löggjöf, segir hann að lokum. Ný persónuverndarlög í ESB Áhugaverðar umræður í félögunum um málið Ánægjulegt að sjá að erlendir félagsmenn eru duglegir að sækja rétt sinn hjá félaginu

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==