Efling 2-2018

8 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Kjaramál Á myndinni eru frá vinstri: Gunnar Björnsson og Halldóra Friðjónsdóttir af hálfu ríkisins, Sigurður Bessason og Harpa Ólafsdóttir af hálfu Eflingar/Flóabandalagsins, Drífa Snædal og Björn Snæbjörnsson af hálfu SGS Félagsmenn Eflingar hjá ríkinu Í rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins um sameiginlega launastefnu frá 27. október 2015 var kveðið á um að þeir sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum verði bætt það launa- skrið sem verður á almenna vinnumarkaðn- um umfram það sem kann að verða á opin- bera markaðnum. Hagstofa Íslands hefur nú framkvæmt mat á launahækkunum fyrir árin 2013 til 2016 þar sem niðurstaðan var sú að launahækkanir hjá sveitarfélögum væru ekki undir þeim launahækkunum sem áttu sér stað á almenna markaðnum. Hins vegar var það mat Hagstofunnar að launahækkanir hjá þeim hópum sem starfa innan ASÍ hjá ríkinu ættu inni 1,8% launaskriðshækkun. Í fram- haldi af þeirri niðurstöðu hefur Efling nú gert samkomulag við ríkið um nýja launatöflu. Með henni er sérstaklega komið á móts við þá sem eru á lægstu laununum, þar sem lífaldursþrep falla út úr núgildandi launatöflu, auk þess sem að launataflan hækkar um 1%. Laun þeirra sem starfa við tímamælda ákvæð- isvinnu í ræstingum hækka um 1,8%. Hækkunin er afturvirk og gildir frá 1. janúar 2017. Samningur við hjúkrunarheimili og aðrar sjálfseignarstofnanir Von er á því að hjúkrunarheimili og aðrar sjálfs- eignarstofnanir gangi fljótlega frá sams konar samkomulagi um afturvirka launahækkun en félagsmenn Eflingar sem starfa á því sviði taka mið af kjarasamningi við ríkið. Fá launaþróunartryggingu Ný launatafla tekur gildi afturvirkt frá 1. janúar 2017 Nýtum okkur atkvæðisréttinn Mundu eftir að kjósa! V Stjórnarkosningar í Eflingu-stéttarfélagi fara fram mánudaginn 5. og þriðjudaginn 6. mars 2018

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==