Efling 2-2018

7 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Stjórnarkjör Ingvar Vigur Halldórsson Baráttan gegn misréttinu er mér í blóð borin Ég er fyrst og fremst og hef alltaf verið verkamaður. Eftir skólagöngu hóf ég störf hjá Akureyrarbæ sem verkamaður. Fyrstu afskipti mín af verkalýðsmálum voru þegar hópurinn á vinnustaðnum gerði mig að trúnaðarmanni. Mér fannst það strax skemmtilegt og gefandi. Ég sótti öll námskeið hjá verkalýðsfélaginu og lærði mikið. Ég flutti síðan til Danmerkur og dvaldi þar í tæp fimm ár og starfaði sem verkamaður. Ég hóf störf hjá Efnamóttökunni hf. þegar ég flutti til Íslands og starfa þar enn í dag og er jafnframt trúnaðarmaður þar. Ég er giftur Arndísi Einarsdóttur og á tvö börn og eina fósturdóttur. Við erum búsett í Reykja- vík. Ég er þakklátur fyrir þann stuðning frá fjöl- skyldunni sem ég hef fengið til að geta sinnt félagsmálum. Ég hef brennandi áhuga á félagsmálum og verkalýðsmálum sérstaklega og þekki starf félagsins. Ég hef setið í stjórn Eflingar, trún- aðarráði, sjúkrasjóði og fræðslusjóði félagsins og sótt flest þing Alþýðusambands Íslands og Starfsgreinasambandsins undanfarin ár. Það hefur gefið mér góða innsýn inn í starf verkalýðshreyfingarinnar og þroskað mig sem einstakling að fá tækifæri til að taka á málum sem eru í umræðunni hverju sinni. Það er ekki eitthvað eitt sem knýr mig áfram í þessari baráttu. Baráttan er mér í blóð borin. Mér svíður misskiptingin í samfélaginu og kjör þeirra sem verst eru settir. Þess vegna býð ég mig fram til formanns Eflingar-stéttarfélags. Ég vil vinna gegn misréttinu í þjóðfélaginu. Það þarf að gera stórátak í húsnæðismálum og hækka laun félaganna á lægstu töxtunum. Það er augljóst. En það er fleira sem hefur áhrif á kaupmátt en krónurnar í umslaginu. Á sama tíma og tekist hefur að hækka lægstu laun meira en annarra, hefur ríkisvaldið markvisst skorið niður í velferðar- og stuðningskerfunum. Ég vil beita mér sérstaklega gegn skerðingum sem ríkisvaldið hefur látið ganga yfir launafólk með lækkun á vaxtabótum, húsnæðisbótum, barnabótum og persónuafslætti. Þetta kemur auðvitað harðast niður á þeim sem hafa lægst launin. Undan þessu svíður og ég vil berjast fyrir því að þessi þróun verði stöðvuð og henni snúið við, til viðbótar við hækkun launa verka- fólks. Ég vil halda áfram uppbyggingu á því frábæra starfi sem hefur verið unnið að í fræðslu- sjóðum félagsins. Það er mikilvægt að auka möguleika fólks til að leita sér menntunar. Að gefa því tækifæri til að stunda nám sér að kostnaðarlausu eða með litlum kostnaði því oft er þetta stökkpallur fyrir fólk til að komast í betri stöðu hvort sem er persónulega eða á vinnumarkaði. Ég vil byggja áfram á víðtæku samráði við félagsmennina sjálfa og móta stefnur og áherslur félagsins með vilja félagsmanna að leiðarljósi. Þannig hefur það alltaf verið í Eflingu að við byggjum ætíð á góðu samstarfi fólks. Við styðjum hvert annað, maður við mann, þegar á reynir. Ég bið um traust ykkar félagsmanna Eflingar. A-listinn er skipaður fólki sem allt eru talsmenn eða trúnaðarmenn félagsins á vinnustöðunum. Það hefur langa reynslu af störfum fyrir félagið. Þeirri reynslu þurfum við sannarlega á að halda. Með von um stuðning ykkar Ingvar Vigur Halldórsson Ingvar Vigur og vinnufélagar í Efnamóttökunni. Frá vinstri: Björn Sigurðsson, Ingvar Vigur Halldórsson, Sigurður Ólafsson, Karl Gústaf Skaftason og Elías Hermann Margeirsson Báðum frambjóðendum var boðið að kynna sig og framboð sitt til stjórnar í Fréttablaði Eflingar. Bæði framboðin ákváðu að taka tilboðinu. Boðið var upp á mynd, fyrirsögn og ákveðna lengd á texta, báðir frambjóðendur fengu sendar sömu spurningar til að svara. Textinn var síðan sendur til þeirra til yfir- lestrar og samþykktar.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==