Efling 2-2018

6 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Stjórnarkjör Sólveig Anna Jónsdóttir Þrái að taka þátt í baráttunni fyrir réttlæti, jöfnuði og lýðræði Frá árinu 2008, en þá flutti ég heim frá Bandaríkjunum eftir átta ára dvöl í Minnesota, hef ég starfað á leikskólanum Nóaborg. Þar hef ég unnið sem almennur starfsmaður með öllum aldurshópum og jafnframt oft tekið að mér að vera stuðningsfulltrúi barna með ýmsar sérþarfir. Þrátt fyrir að laun ófaglærðs starfsfólks á leikskólum séu til háborinnar skammar hef ég engu að síður notið þess innilega að vinna á leikskóla; að fá að kenna börnum og annast þau er eitt það mikilvæg- asta sem hægt er að taka sér fyrir hendur í nokkru samfélagi og það er fátt sem eflir samhyggð og löngun til að skilja mannlegt eðli betur en að dvelja mikið og lengi með fjölbreyttum hópi barna. Ég er gift Magnúsi Sveini Helgasyni, sagn- fræðingi og á með honum tvö börn, Jón Múla, 20 ára og Guðnýju Margréti, 17 ára. Ég varð ung móðir sem ég tel að hafi verið mín mesta gæfa í lífinu. Frá árinu 2008 hef ég búið í Reykjavík, fyrst í Grafarvogi en frá árinu 2014 í smáíbúðarhverfinu. Ég hef tekið mikinn þátt í pólitísku starfi og aktivisma síðasta áratug. Í kjölfar hrunsins og búsáhaldabyltingarinnar stofnaði ég t.d. ásamt félögum mínum Íslandsdeild ATTAC, en ATTAC eru alþjóðleg samtök sem berjast gegn fjármálavæðingu samfélagsins. Ég hef starfað með fjölda annara hópa og samtaka í baráttunni fyrir réttlátu og mann- vænlegu samfélagi og hef m.a. verið í fram- kvæmdahóp Róttæka sumarháskólans árum saman. Ég hef lifað og starfað sem láglaunakona frá árinu 2008 og veit hvernig það er að reyna að komast af á launum sem eru langt undir því sem boðlegt getur talist, í samfélagi þar sem allar nauðsynjar hækka sífellt í verði. Síðustu ár hef ég, eftir bestu getu, bent á óboðlegar aðstæður láglaunafólks á Íslandi, þar sem okkur er beitt fyrir hagvaxtarvélina af atvinnu- rekendum, ríki og sveitarfélögum án þess að nokkur vilji sé til þess að greiða okkur laun í samræmi við óumdeilanlegt mikilvægi okkar í samfélaginu. Ég tel að við eigum ekki lengur að sætta okkur við að vera vinnuafl á útsölu- verði og ég upplifi mjög sterkt að nú sé tíma- bært að setja fram raunverulegar kröfur um lagfæringu allra okkar lífskjara. Ég þrái að taka fullan þátt í baráttunni fyrir réttlæti, jöfnuði og lýðræði. Ójöfnuður er stórkostlegt vandamál á Íslandi og þau sem hafa aðgang að pólitískum völdum í krafti þeirrar yfirburðarstöðu sem auðsöfnun þeirra hefur orsakað, svífast einskis í að sveigja samfélagið allt að sínum þörfum. Við það verður ekki lengur unað. Við verðum að snúa vörn í sókn og sýna og sanna að við sættum okkur ekki lengur við efnahagslegt ofbeldi arðránskerfisins. Ég krefst mannsæmandi launa fyrir allt fólk, ég krefst þess að gripið verði samstundis til stór- tækra aðgerða til að byggja hér upp húsnæð- iskerfi sem mætir þörfum og löngunum hinna vinnandi stétta, ég krefst þess að aðflutt verka- fólk öðlist þann sess í samfélaginu sem það hefur óumdeilanlegan rétt á, ég krefst þess að lífeyrissjóðirnir verði nýttir í þágu okkar en ekki til að fjármagna ævintýri auðvaldsins og ég hafna því foringjaræði sem ríkt hefur í verkalýðsbaráttunni og ætla að berjast fyrir lýðræðisvæðingu Eflingar-stéttarfélags. Sameinuð í draumnum um gott samfélag unnu þau sem á undan okkur komu stórkostlega sigra. Ég er innblásin af mannkynssögu verka- fólks og sannfærð um að ef við nú snúum saman bökum og endurvekjum róttæka stéttabaráttu eru okkur allir vegir færir. Með kærri baráttukveðju, Sólveig Anna Jónsdóttir Sólveig Anna með vinnufélögum sínum á leikskólanum Nóaborg. Frá vinstri: Nivuis Sagó Suceta, Elzbieta Kolacz, Sólveig Anna Jónsdóttir og Ágústa Hilmarsdóttir

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==